Jólagjöfin - 24.12.1917, Qupperneq 38

Jólagjöfin - 24.12.1917, Qupperneq 38
AÐ var eins og að yfir heimilið skini breiður og bros- andi sólargeisli, sem lýsti inn í bvern krók og kima. Það birti yfir svip Axels Krúse í hvert skifti sem konan hans kom inn í stofuna, og ástríki og blíða speglaðist í Ijósbláum augum Helgu í bvert sinn er henni varð litið á mann sinn. Og einkum skein þó gleðin i augum Knúts litla, þegar bann stökk upp á kné föður sins eða tók um mitti móður sinnar og hrópaði glaðlega: „Eg fæ eittbvað ósköp fallegt í kvöld — eg veit það“. Og það var ekki kynlegt þótt glaðlegt væri á þessu snotra heimili. Því að þau elskuðu hvort annað af alhug, ungu hjónin. Þau höfðu heilið hvort öðru trygðum á reynzlu- tima i lifi Axels, og þeim þótti báðum innilega vænt uni fallega, tólfára drenginn sinn. Og nú var aðfangadagskvöld — þá er eins og guð brosi við öllum mönnum — og þó einkum við þeim sem eru hans börn Og þau voru bæði trúuð, ungu hjónin. Þau höfðu bæði reynt líts-sæluna sem í því er fólgin að geta trúað því, að allar syndir þeirra væru afmáðar — fyrir blóð Jesú. Og þá verður jólagleðin margfalt meiri. Og guð hafði gefið þeim hraustann og vel gefinn son, sem þau væntu sér mikillar gleði af. Og engar áhyggjur höfðu þau, hvað efnahaginn snerti. Axel var framkvæmdarstjóri stórverzlunar einnar þar í borg- inni, með góðum launum. '

x

Jólagjöfin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.