Jólagjöfin - 24.12.1917, Qupperneq 40
38
JÓLAGJÖFIN
Öllu! — Nei, það var ein hugsun, sem altaf kom aftur
upp i huga hans — og oft þegar hann var sem glaðastur.
— Eins og núna í kvöld.
Það var hugsunin um afstöðu hans gagnvart drengnum
sínum. Hve mjög kvaldi sú hugsun hann ekki, að til væri
það í fari hans, sem hann yrði að dylja drenginn fcinn.
Hann hafði svo oft langað lil að taka elsku drenginn í
fang sér og segja við hann: Nú skal eg segja þér alt um
hann föður þinn, svo að þú getir þekt hann fullkomlega. Og
þessi hugsun gat veitt honum fagnaðarríka hugsvölun. Og
þó! Þegar er hann hafði hugsað hana til enda varð hann
óttasleginn. Hvað mundi barnið hans segja, — góði hrein-
hjartaði drengurinn hans? Hlaut hann ekki að fyrirlíta föður-
sinn, ef hann vissi — — —. Og það var honum óbærileg
tilhugsun. Nei, hann gat það ekki. Það varð að vera Ieynd-
armál, sem hann einn — og hún — vissu um. Knútur ótti
ekki að bera syndafarg föður síns.
Það var hringt.
Axel fór fram til þess að ljúka upp.
„Nei, góða kvöldið, herra etatsráð, — hvílik óvænt
heimsókn! Hvað það var fallegt af yður að líta hingað i
kvöld. Má eg ekki taka við loðkápunni yðar? Gjörið svo vel
að ganga í bæinn.----------Nei, hér er betri stóll — —“.
„Þakka yður fyrir, — hér fer ágætlega um mig. Já,
gleðilega hátið, ætlaði eg að segja“.
„Þökk, —- i sama máta“.
Gerner etatsráð var litill maður vexti en þrekinn, and-
litið skaiplegt, augun róleg og greindarleg, liakan hreið og
munnurinn beinn og drættirnir umhveifis hann skarplegir.
Ósvikin mynd af yfirmanni umfangsmikils verzlunarfyrirtækis.
Algjíir mótsetning við Axel Krúse, sem var hár og grann-
ur, sviphreinn og blíðlegur.
Krúse vildi sækja konu sína, en Gerner aftraði því.
„Nei, þess þarf ekki, eg ætlaði aðeins að tala fáein orð
við yður. Það er dálítið viðvikjandi verzluninni, eða aðal-
lega verzlunarmálefni, skal eg segja yður“.