Jólagjöfin - 24.12.1917, Page 47

Jólagjöfin - 24.12.1917, Page 47
JÓLAGJÖPIN 45 Daginn eftir sendi landinn mér orð, að hann hefði sjeð sig um hönd. Og síðar um daginn komu endurskoðendurnir — alveg að óvörum, og eg var handtekinn. Eg gel ekki lýst kvölum ) eim sem eg leið, timann sem á eflir fór. Það var ekki vanvirðan og hegni 'gin sem mest fékk á mig. Heldur það, að viku síðar fjekk eg þær fregnir að bróðir minn hefði flúið með fjeð, og að simskeyli lians hefði verið uppspuni. Faðir minn hafði orðið gjaldþrota, — það var satt — og það hafði gert útaf við hann. Hann hafði orðið bráðkvaddur fám dögum síðar. En mannorð hans var óskert. Bróðir minn hafði náð símskeyti mínu, vegna þess að faðir minn var látinn, og svarað því í nafni hans“. Gerner, sem setið hafði kyrr, éins og höggmynd, tók að ókyrrast mjög er hjer var komið sögunn:. Þegar Axelþagn- aði sem snöggvast, spurði hann skyndilega. „Segið mjer, hét faðir yðar meira ?n Krúse?“ „Faðir minn hét als ekki Krúse, — hann hét Möller. Eg breytti um nafn áður en eg kom heim aftur“. „Möller, — nú já, eg skil það, — haldið þjer svo á- fram“, mælti Gerner. „Eg var dæmdur í hálfs árs hegningarhúsvist. Hvað mér leið illa. Og þegar mér verður hugsað um þann tíma, finst mér það vera kraftaverk Guðs, að eg skyldi ekki stytta mér aldur. Eg hafði snuið baki við Guði, og það var fyrirhafnar- lítið, því að samband mitt við hann hafði aldrei verið raun- verulegt. Eg baðst ekki fyrir. Eg gekk sem í svefni, til- finningarlaus og kærulaus um alt. En Guð gleymdi mjer ekki. Og nú kem eg að nýjum kafla í sögunni, — að nýju, björtu og hamingjuríku tímabili, sólin skein í gegnum sorgarskýin — sól Guðs náðar, og varpaði geislum sínum inn í dimma klefann minn. Einu sinni er eg var á gangi í fangelsisgarðinum að vanda, nam eg alt í einu staðar, eins og mér hefði birtst sýn. Og sýnin var: stór, broshýr og blíðleg konuaugu, sem störðu niður til mín úr glugga á íbúðarherbergjum umsjónarmannsins.

x

Jólagjöfin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.