Jólagjöfin - 24.12.1917, Qupperneq 49

Jólagjöfin - 24.12.1917, Qupperneq 49
JÓLAGJÖFÍN 47 Eg veit ekki um tilfinningar mínar á þessu augnabliki. Eg gat ekki heldur gert mér grein fyrir því hvað það var sem lienti mig, — eða hvað um mig mundi verða. Eg vissi það eitt að guð var mér nálægur, að hann var hjá mér í litla klefanum mínum. Eg litaðist um og mér fanst alt vera svo breytt, svo fagurt og hátíðlegt — eins og klefinn væri orðinn að kon- ungshöll — af þvi að Guð var þar hjá mér. Og alt annað varð um leið svo lítilfjörlegt og fjarlægt. Jafnvel augun sem eg hafði séð í glugganum. Þau voru eins og stjörnur, langt, langt i hurtu. Upp frá þeirri stundu varð Guðs orð mér brauð, fæða, líf — eilíft líf. Eg get ekki stilt mig um að segja þetta: er biblían ekki dásamleg hók, þegar við eignumst sjálfir andann sem hún er innblásin af, þegar við skiljum hana og notum okkur lífið og kraftinn sem hún veitir. Þetta var fyrsta skiftið sem eg kom til Guðs, — en ekki seinasta skiftið. Alt varð svo nýtt fviir mér, — það var eins og eg væri að stafa mig fram úr framandi tungumáli. Eg hafði svo oft heyrt um þetta talað alt saman, en ekki skilið, — réttlæti, friður, fyrirgefning syndanna, lif og eilifur fögn- úður. Og fyrst og fremst nafnið sem öllum nöfnum er æðra — Jesús — friðþægjarinn, frelsarinn, krossinn og blóðið, alt varð þetta mér nú að sæium raunveruleik, eg þekti það, því eg átti það, — það varð sem óaðskiljanlegur hluti af sjálf- um mér. Og afbrot mitt! Já, það varð margfalt. En við kross- inn sá eg fyrir það bætt með blóðí lambsins ásamt öðrum syndum mínurn, — fyrirgefið og afmáð og allar afleiðingar þess. Þegar eg losnaði úr prísundinni, var eg sem annar mað- ur Og þó að vanvirðan elti mig eins og vofa, — þá hefi eg þó reynt það, að Guð getur umkringt oss og varðveitt og að þá getur ekkert grandað oss“. Axel þagnaði og huldi andlitið í höndum sér. „Sáuð þér ekki stúlkuna aftur?“ spurði Gerner, rólegur að vanda.

x

Jólagjöfin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.