Jólagjöfin - 24.12.1917, Page 52

Jólagjöfin - 24.12.1917, Page 52
50 JÓLAGJÖFIN geri yður að félaga mínum, tel eg það aðeins sem lítilfjör- lega afborgun af skuld sem eg var í við hjnn góða og göf- uga föður ' yðar. En vegir okkar skildust, at ástæðum, sem þýðingarlaust er að greina hér. Hjónin voru að þakka velgerðarmanni sínuni þegar hurð- inni var hrundið upp og Knútur litli kom inn í slofuna. Hann var grátbólginn og gekk til föður sins og tók um hönd hans: „Pabbi, eg heyrði það altsaman. Mamma skildi dyrnar eftir opnar. Og pabbi minn, nú þykir mér miklu, miklu vænna um þig en áður“. Axel Krúse vissi hvorki upp né niður. Hvað hafði komið fyrir ? Hai n var þá horfíun og gat ekki komið aftur — skugginn ógurlegi, sem svo oft hafði angrað hann. Og um kvöldið, þegar hann var háttaður, þakkaði hann guði í brennheitri bæn, fyrir hina dásamlegu jólagjöf.

x

Jólagjöfin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.