Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Page 15
DV Fréttir LAUGARDACUR 28. MAÍ2005 75 Hamraborg í Kópavogi Hér bjuggu Sæunn Magnús ásamt börnum s'ínum. Sigurgeir. Hann hafi því fengið vin sinn til að sitja yflr börnunum á meðan hann athugaði hvort Sæunn væri í raun og veru hjá vinkonunni. Um leið og vinur hans kom til að passa stökk hann út og keyrði beinustu leið að heimili vinkonu Sæunnar. Þar var bíll Sæunnar ekki. Magnús ákvað þá að keyra upp í Vesturberg þar sem hann vissi að Sigurgeir ætti heima. Þar sá hann bíl Sæunnar og afbrýði- semin tók völdin. Hann stormaði inn í blokkina og barði fast á hurðina hjá Sigurgeiri. Hann kom til dyra á nærfötunum og sagði Magnúsi að Sæunn vildi ekki tala við hann. Gerði honum síðan ljóst að hann væri ekki vel- kominn. Þegar samband Sigurgeirs og Sæunnar var ekki lengur aðeins leyndarmál þeirra tveggja bland- aði faðir Sæunnar, Páll, sér í mál- ið. Hann ræddi við Sigurgeir og bað hann um að veita dóttur sinni tilfinningalegt svigrúm til að klára fyrirhugaðan skilnað við Magnús. Á þetta féllst Sigurgeir og lofaði að halda sig fjarri hjón- unum á meðan skilnaðurinn gengi yflr. Sigurgeir stóð að mestu við þetta loforð en var þó í sambandi við Sæunni í síma. Fann læknanema á einka- mál.is Sigurgeir segir í samtali við DV að það hafl þó alltaf verið ætl- un hans og Sæunnar að halda sambandinu áfram eftir að skiln- aður hennar yrði frágenginn. Sæunn var hins vegar á sama tíma byrjuð að þróa samband við annan mann, ungan læknanema sem hún hafði unnið með tveim- ur árum áður. Læknaneminn sagði DV að samband þeirra hefði hafist efir að hann sá aug- lýsingu Sæunnar á Einkamal.is. „Þetta byrjaði bara sem saklaust MSN-spjall,“ segir hann. Sæunn og læknaneminn hitt- ust aðeins einu sinni. Sama kvöld og hún lét lífið. Sæunn hafði um daginn eytt tíma með Magnúsi og börnunum. Eftir að hafa farið í bíltúr með fjölskyldunni var farið heim í Hamraborgina. Sæunn fór inn með börnin en Magnús fór að dytta að bflnum. Fyrir dómnum sagðist hann hafa fundið fyrir bjartsýni á að þetta væri vísir að bættu sambandi þeirra tveggja. Að kannski næðist að bjarga hjónabandinu eftir allt saman. Læknanemi í heimsókn nóttina örlagaríku Þegar Magnús hafði lokið við að gera við bflinn og Sæunn hafði sett börnin í rúmið sagði hún við Magnús að henni liði ekki sem best. Hún vildi fá að vera ein. Magnús féllst á það og fór í göngutúr. Hann segir að þennan tíma hafi hann notað til að hugsa sinn gang, íhuga stöðu sam- bandsins og velta fyrir sér hvað tæki við. Á sama tíma á heimili hjón- anna í Hamraborg var Sæunn að undirbúa heimsókn frá lækna- nemanum en hún hafði skömmu áður boðið í heimsókn. Þau höfðu í nokkra daga velt fyrir sér að hittast en aldrei hafði orðið neitt úr því fyrr en þetta kvöld. Læknaneminn var á vakt á spítal- anum til níu og kom til Sæunnar -3) __________________ stuttu seinna. Lýsingar læknanemans fyrir héraðsdómi í gær á sálarástandi Sæunnar - sem hann hitti í fyrsta skipti þetta kvöld - voru allt aðrar en þær lýsingar sem Magnús gaf fyrir dómi. Læknaneminn sagði Sæunni hafa verið líflega, hlýlega og brosmilda. Hann sagði þau einnig hafa átt margt sameigin- legt. Bæði áttu þau börn og bæði höfðu þau átt í erfiðum sam- böndum sem þau hefðu lokið. Læknaneminn segir þau hafa get- að talað um margt og það hefðu þau einmitt gert þetta fyrsta og eina kvöld þeirra saman. Magnús fylgdist með Sæunni Fjölskylda Sæunnar var saman komin í dómsalnum í gær. Frá- sögn Magnúsar fyrir dómi hafði mikil áhrif á þau en sjálfur virtist hann rólegur. Eftir stutt hlé hélt hann áfram og lýsti því hvernig hann hefði velt fyrir sér hvort hann ætti að sofa heima hjá for- eldrum sínum eða athuga hvort Sæunn væri búin að jafna sig. Magnús ákvað að hringja í Sæ- unni og athugaði hvernig henni liði. Alls hringdi hann þrisvar í Sæunni þetta kvöld. í fyrstu tvö skiptin sagði Sæunn að hún vildi vera ein. í þriðja skiptið brást þolinmæði hennar og hún féllst á að leyfa Magnúsi að koma. „Hún sagði við Magnús að hann gæti sofið inni í herbergi stelpunnar," sagði læknaneminn í samtali í samtali við DV en háhn var við hlið Sæunnar í öll skiptin sem Magnús hringdi. Magnús hélt þá aftur í átt til íbúðar þeirra í Hamraborginni. Þegar þangað var komið segist hann hafa séð að ljós voru kveikt í íbúðinni. Magnús hélt því fram fyrir dómi í gær að þetta hefði verið óvanalegt því Sæunn var vön að fara snemma í rúmið. Hann hringdi í Sæunni og spurði hvort hann mætti örugglega koma inn. Hún bað Magnús þá að koma ekki alveg strax og hann beið því fyrir utan heimili sitt og Sæunnar og fylgdist með glugg- um íbúðarinnar. menn. Réttarhöldunum í Hamraborgarmálinu lauk í gær. Magnus Einarsson, banamaöur Sæunnar Pálsdóttur, bar vitni og gefur vitnisburður hans skýra mynd af hugarástandi morðingja. Síð ustu dagar Sæunnar, sem Magnús kyrkti með blárri þvottasnúru, hafa verið mönnum ráð- gáta frá því hún var myrt. Enginn skildi hvernig stóð á því ungur og efnilegur verkfræðing ur gat orðið henni að bana. Auk Magnúsar báru tveir ástmenn Sæunnar vitni í héraðsdómi í gær. Þeirra vitnisburður hefur aldrei áður komið fram. I Magnús Einarsson Var I yfirvegaður og nákvæmur | þegar hann rifjaði upp siðustu | I stundirSæunnar. Magnús byrjaði að elta Sæunni og sitja um hana þegar hann grunaði hana um að hitta aðra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.