Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 5

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 5
XLVII. ARGANGUR NR. 4-5 REYKJAVÍK, FEBRÚAR-MARZ 1952. Um mjólk Eitt hinna mikilvægustu fœðuefna, sem mannkyninu er ómissandi, er mjólkin. Mjólkin er fyrsta nœringin, sem ungviðið í riki spendýranna fœr og gildir þá einu hvort það er mannsharn eða kalfur, yrðlingur eða grís eða kópur í söltum sœ. Mannkynið nær- ist af mjólk allt frá œsku til elli og nytjar búfé i því skyni að framleiða og hagnýta mjólk i ýmsum myndum og með ýmsu móti. Hér á landi hafa menn nytjað kýr, kind- ur og geitur í þessu skyni. í öðrum löndum eru önnur og fleiri dýr nytjuð, sem mjólk- urgjafar. Mjólk úr hraustum og heilum skepnum er alhliða, að því er snertir nœr- ingargildi, en svo bezt er hún góð fœða og holl, að hún mengist sem minnst og breyt- ist sem minnst frá því hún er tœmd úr spena skeynunnar unz hennar er neytt. Við mjólkina loðir sá annmarki, að henni er mjög hœtt við skemmdum og gallar af ýmsu tagi geta með auðveldu móti komið fram í henni. Hún er ágætis nœring fyrir aðrar lífverur en spendýr — þar með talið fólk — og meðal annars fyrir bakteríur. En neyti þœr nœringarinnar, sem í henni er, þá er jafn víst, að hún spillist mjög. Þetta og margt fleira gerir það að verkum, að mikill vandi er á höndum er framleiða skal fyrsta flokks mjólk og koma henni á borð neytandans sem likastri því er hún kom úr spena skepnunnar, eða á annan veg fram- reiddri, ef viðeigandi þykir. Um þessi efni fjallar þetta blað FREYS fyrst og fremst.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.