Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 8

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 8
54 FREYR Sjálfsagt er að bursta vandlega læri, nára og kvið kýrinnar áður en mjaltað er. Með þvi má fjarlœgja ryk og önnur óhreinindi, sem að- eins eru til óþurftar. (National Institute for Research in Dai- rying), þar sem Foot og samverkamenn hans hafa framkvæmt tilraunir í þessum efnum, en þar er mj ólkurfatan höfð hang- andi í gormvog og með hjálp stopúrs er mjólkurmagnið lesið á hverri hálfri mín- útu eftir að mjaltir hefjast, unz vélin er tekin af kúnni. Á þann hátt fæst glöggt yfirlit yfir mjólkurstrauminn á hverri tímaeiningu meðan mjaltirnar standa yfir. Ef vill má gera línurit yfir vaxandi mjólk- urmagn í fötunni, jafnótt og mjólkin streymir, samkvæmt aflestri á vogina. Eins og á er minnst opnast mjólkur- gangarnir þegar spenarnir eru snertir og má glöggt sjá hvernig spenarnir þenjast við vaxandi mjólkurþrýsting í þeim, og speni, sem rétt fyrir snertinguna var slappur og með fellingum, verður stinnur og sléttur i/2—1 mínútu eftir að hann hefir verið þurrkaður með hlýjum, mjúkum klút. Þá er hann fullur af mjólk. Það er þetta fyrirbrigði sem hagnýtt er, þegar júgrið er strokið með votum klút fyrir mjaltir, að mjólkin kemur þá niður í spenana, en nokkur vafi leikur á hvort bezt er að strjúka júgrið þurrt eða það skal þvegið með köldu og ekki volgu vatni, og svo hve langri stund fyrir mjaltir það skal strokið. Knoop hefir sannað, að mjólkin kemur Ýmsum virðist betra að strjúka júgrið með votum klút en þurrum áður en byrjað er að mjalta. Það örvar blóðrásina til júgursins og undirbýr að kýrin selur örar. Vinda skal klútinn i klóramin- blöndu eftir hverja kú.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.