Freyr

Volume

Freyr - 15.02.1952, Page 27

Freyr - 15.02.1952, Page 27
PREYR 73 STEFÁN BJÖRNSSON: Mjólkurbæklingur heilbrigðismálaráðuneytisins Nýlega er kominn út bæklingur, sem nefnist: Athuganir á flokkun mjólkur í sex mjólk- urbúum á íslandi árin 1946—1950 og til- lögur um aukna mjólkurvöndun. Höfundur bæklingsins er Edward Frið- riksson, fyrrverandi mjólkureftirlitsmaður ríkisins, útgefandi er heilbrigðismálaráðu- neytið, en formálann skrifar forsætis- og heilbrigðismálaráðherrann, Steingrímur Steinþórssoon. Bæklingurinn var samtímis gefinn út á íslenzku og ensku. Hann hefur nú verið sendur fjölda manns hérlendis, svo að timabært mun vera að gera hann að um- ræðuefni, en hann hefir einnig verið send- ur mörgum mönnum erlendis í mörgum löndum. Þar eð mjög lítið hefir verið ritað um ís- lenzkan mjólkuriðnað á erlendum málum, má búast við, að bæklingurinn veki nokkra athygli utan landsins, ekki sízt sökum þess, að ráðherrann skrifar formálann. Ef til vill verður þar um langan tíma miðað við þær upplýsingar, sem í honum eru gefnar, þegar dæmt verður um menningu okkar á þessu sviði. Ólíklegt er, að á næstu árum verði gefinn út á erlendu máli ann- ar bæklingur, til að leiðrétta það, sem við nána athugun kynni að reynast missagt í þessum. Sjálfsagt hefir heilbrigðismála- ráðuneytinu verið það ljóst, að vanda bæri þetta verk, en það hefir misheppnast, þó er frágangurinn sómasamlegur. Bæklingnum er meðal annars ætlað að leiða í ljós, að mjólkin, sem barst til mjólk- urbúanna á árunum 1946—1950, hafi far- ið mikið batnandi á því tímabili. Athug- anir, varðandi þetta, eru byggðar á flokk- unarbókum mjólkurbúanna, en með góðri samvizku er ekki hægt að nota tölur flokkunarbókanna á þann hátt, sem gert er í bæklingnum, án þess að gefa, að minnsta kosti, skýringar á því, í hverju þeim er áfátt. Um þetta verður þó ekki rætt frekar hér, þar eð þarfara er að geta um önnur atriði, athyglisverðari. Vegna þeirrar ónákvæmni, sem viðhöfð hefir verið við meðferð þeirra gagna, sem notuð voru til að leiða rök að því, að mjólk- in hafi batnað, gefur bæklingurinn ranga hugmynd um það, hve mikið hún batnaði. Þó er það rétt, að um verulega framför var að ræða á umræddu tímabili. En um orsakir þess, að framfarirnar urðu, er bæklingurinn harla óljós, en það skiptir miklu máli, að fá um þetta réttar upp- lýsingar. ★ ar fóðureiningar hér er um að ræða, reyni ég ekki að áætla, en óhætt má fullyrða, að það séu milljóna verðmæti með núverandi verðlagi. Fyrir fáum árum var líkt ástatt um sjáv- arútveginn, sem hér hefir verið lýst, en á seinni árum hafa risið upp margar verk- smiðjur, og stórar, víða um land, sem vinna milljóna verðmæti úr því sem áður var fleygt og einskis metið. Mundi ekki einnig tími til kominn að farið sé að athuga um möguleika fyrir fullri hagnýtingu landbúnaðarframleiðslunnar? Hversu miklu bændur eru þegar búnir að tapa á ófullkominni hagnýtingu hennar, er óútreiknanlegt, en hversu miklu þeir eiga eftir að tapa, ætti að vera viðráðanlegt með þeirri tækni sem nútíminn veitir. Sannast hér sem oftar, að ekki er síður vandi að gæta verðmætanna en afla þeirra.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.