Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 32

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 32
78 FRE YR Vothey með eða án sýrunotkunar Ivar Nordberg heitir sænskur lióndi. sem Iiei'ir gert grein fyrir reynslu sinni við verk- un \otheys og notkun ])('-.s, í tímariti, er heitir Ladugárden (Fjósið). Hann skrifar þar m. a.: . .. . í stuttu máli vil ég gera grein fyrir hvernig það gengur hér á búi mínu í Sörm- landi. Hið ræktaða land er 1900 dekar. Mjólkandi kýr eru 40. Af öllum fyrra slætti er fóðrið verkað í vothey. Er það svo að segja hreinn smári. í 15 ár hefi ég notað A.I.V.-sýru. Vothey- ið hefir aldrei verið misheppnað og efna- rannsókn af því jafnan sýnt góðar niður- stöður. Af votheyi hefi ég jafnan notað 20—30 kg á dag handa hámjólka kúm. Ár- lega hafa kýrnar gefið 185—195 kg smjör- fitu að meðaltali án þess að notað hafi ver- ið aðkeypt próteinfóður. Frjósemi kúnna hefir verið góð, enda þó að reynsla mín af A.I.V.-fóðri sé ekki allskostar góð. Ástæða er til að gera nánar grein fyrir þessu, eink- um af því að ég hefi notað mikið magn vot- heys. Það sem sérstaklega er að segja er: 1) Á hverju ári hefir fitumagn mjólkur- innar minnkað að mun um mánuðina febrúar—apríl. 2) Óeðlilega margar kýr hafa fengið súr- doða (acetonaemie eða einnig kölluð smá- býlaveiki). Síðasta árið, sem ég notaði A.I. V -vothey, fengu allar kýr súrdoða, þær er báru eftir jól. Allar tilraunir með melassa- fóðrun, Evomin, Purum, Multafóður og kobolt-kopar báru neikvæðan árangur. Sennilega hefðu rófur stoðað sem viðbót við A.I.V.-votheyið. 3) Skita var algeng og getur hafa átt rót sína að rekja til þess, að fóðrið var of súrt eða of kalt stundum. ★ Síðastliðin þrjú ár höfum við verkað vot- heyið án þess að blanda sýru í það. Það fóð- ur, sem ekki er forþurrkað, hefir verið tekið með vagnsláttuvél, saxað og blásið upp í 7,5 m háa votheysturna úr timbri, með 6 m þvermál. Fráræsla er úr botni votheysturnanna. Sett er í hlöðu. með sjálfvirkum fóðurdreif- ara, aldrei troðið fyrr en votheyshlaðan er full, ekkert varnarlag að lokum og engin pressa. í þessi 3 ár hafa mörg sýnishorn verið tekin til efnagreiningar og hafa þau undantekningarlaust sýnt ágætan árang- ur. En svo eru það svör kúnna við notkun þessa fóðurs: 1) Engin lækkun fitumagns síðla vetrar. 2) Aðeins ein kýr á ári með súrdoða. 3) Lyst kúnna miklu betri en fyrr og ski a engin. Ekki var próteinkraftfóður keypt né notað en nytin var að meðaltali 202 kg smjörfita árið 1950 en meðal fitu- magnið var 4,08%. Þegar fóðrið er saxað virðist mér að hæð eða vídd votheyshlöðunnar hafa lítil áhrif á fóðurgæðin og megi þá frekar velja það fyrirkomlag er bezt hentar. Mikilvægt er hins vegar að pressuvökvinn komist sem skjótast burt, en það skeður trauðla í gegn um þétt pressað fóður. Vökvinn á auðvelda burtrás milli borða þegar um er að ræða votheyshlöður úr tré, en séu hlöður steypt- ar er nauðsynlegt að sjá fyrir einhvers konar framræslu við veggina Hér á Sörm- landi eru þeir nú orðnir margir, sem verka vothey án þess að nota sýru og árangurinn er ágætur, en þeir, sem ég þekki, nota yfir- leitt timburhlöður.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.