Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 19

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 19
FRE YR 65 PÁLL AGNAR PÁLSSON: Um júgurbólgu Júgurbólga er algengur sjúkdómur hér á landi, og mun vafalaust vera sá sjúkdóm- ur, er mestu tjóni veldur þeim bændum, sem stunda nautgriparækt og mjólkursölu sem aðalatvinnu. Undanfarin ár hefir nokkuð verið unnið að því að athuga hve útbreidd júgurbólga er, einkum þó í sveitum í nágrenni Reykja- víkur, sem og hvaða sýklar eru oftast valdir að júgurbólgu. Rannsóknir þessar hafa m. a. leitt það í ijós, að júgurbólga er mjög útbreidd, en útbreiðslan virðist nokkuð misjöfn. Til eru fjós, þar sem júgurbólgu- sýklar finnast ekki, en í öðrum fjósum er um helmingur af kúnum sýktur. Við þessar rannsóknir fundust að meðaltali um 20% af kúnum sýktar á einum eða fleiri spen- um, en alls hafa verið rannsakaðar um 600 kýr og sumar oftar en einu sinni. Vitað er að júgurbólga er allútbreidd í mörgum öðrum héruðum, svo tjón af völdum júgur- bólgu er mjög mikið, sennilega nemur af- urðatap vegna júgurbólgu hér á landi milj- ónum kilógramma af mjólk árlega. Er því fyllsta ástæða til þess, að bændur veiti sjúkdómi þessum meiri gaum en verið hefir, og leggi þá einkum áherzlu á þær aðgerðir, er vænlegastar eru til þess að forðast júgurbólgu eða draga úr útbreiðslu hennar. Júgurbólga er oftast næmur sjúkdómur; valda henni ýmsir sýklar, en þeir berast einatt, einkum við mjaltir, frá einni kú til annarrar, eða frá einum spena til annars. Hér á landi virðast keðjusýklar (strepto- coccus agalactiae) oftast vera orsök júgur- bólgu í kúm. Þegar júgur smitast af þess- um sýkli, valda þeir oftast hægfara, lang- vinnri bólgu, ber oft mjög lítið á venjuleg- um bólgueinkennum fyrst í stað. Virðast júgur og mjólk við skoðun eðlileg, og þarf að gera sérstök próf á mjólkinni til þess að ganga úr skugga um, að í mjólkinni er urmull af júgurbólgusýklum. Meðan júgur- bólgan er á þessu stigi, eru kýr þessar hin- ir hættulegustu smitberar, þar sem erfitt er að átta sig á, að um júgurbólgu er að ræða og gera viðeigandi varnarráðstafanir. Þegar líður á mjólkurskeiðið og kýrin fer að geldast, bólgnar júgrið þó oft og mjólk- in spillist, verður snákuð og þunn. Einkum kemur þetta fram ef óreglulega eða illa er mjólkað, eða ef kýrin hefir orðið fyrir kulda eða dragsúg. Þegar bólguköstin hafa endurtekið sig nokkrum sinnum, fer að koma í ljós varanleg breyting á júgurvefn- um. Júgrið verður þá fast og stinnt átöku, og stundum finnast brishnútar eða ber, sem oft eru hörð átöku. Júgurhlutinn, sem sýktur er, verður oft minni um sig, og nytin minnkar. Breytingar þessar stafa af hinu sífellda eyðileggingarstarfi júgur- bólgusýklanna, og loks getur júgurhlutinn eyðilagzt með öllu. Af þessu er ljóst, að þegar júgurbólgu verður vart í kú, má oft gera ráð fyrir, að sýking hafi átt sér stað nokkuð löngu áð- ur, og í mjólkinni hafi um langt skeið ver- ið júgurbólgusýklar. Aðrir keðjusýklar (str. uberis og str. dyolactiae) virðast stundum valdir að júgurbólgu, en eru fremur sjaldgæfir. Klasasýklar (stafylococcus pyogenes) finnast ekki ósjaldan sem orsök júgurbólgu. Júgurbólga, af þessari orsök, er oft hættu- leg, júgrið blæs upp á skömmum tíma, verður mjög hart átöku og viðkvæmt. Drep getur hlaupið í bólguna og oft fylgir bólgu þessari mikil vanlíðan og lystarleysi. Ýmsir aðrir sýklar valda júgurbólgu en eru sjald- gæfir. Þegar júgur á kúm eru loftdæld til lækningar doða, ber það stundum við, ef nægilegt hreinlæti er ekki viðhaft, að kýr fái ákafa júgurbólgu, vegna þess, að smit hefir borizt inn í júgrið við dælinguna. Þá skal þess getið, að vandlega ber að varast að dæla lofti í júgur ef minnstu einkenni júgurbólgu eru sjáanleg, t. d. snákar og kyrningur í mjólk, þroti og hiti í júgri o. s. frv. Fólk, sem hefir ígerðir á höndum, hand- leggjum eða andliti, hálsbólgu eða útferð úr eyrum, vegna eyrnabólgu o. s. frv., má aldrei fást við mjaltir. Sumir þeir sýklar,

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.