Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 34
80
FRÉYR
sig um set og vera laus við hlaup frá enda til enda
í eldhúsinu eftir hinu og þessu. Það verður naumast
metið til fjár.
Spurningar og svör.
Sp. 5 : Svar óskast við eftirfarandi spurningum:
a. F.r hægt að útrýma fjárkláða með einni böðun?
b. F.r hægt að útrýma færilús með einni böðun?
c. Af hvaða ástæðum er fyrirskipuð eftirlitsböðun í S.-
Þingeyjarsýslu austan Skjálfandafljóts?
d. Að hverju leyti er hið nýja baðlyf, sem fyrirskipað
er að nota við kláðabaðanir, betra en Coopersduft?
J. S.
Svar: Páll A. Pálsson, dýralæknir, hefir látið FREY
í té eftirfarandi svör:
a. Já, það er hægt, undir vissum skilyrðum, en venju-
lega þarf að tvíbaða.
b. Já, það er hægt, enda oft gert.
c. Vegna þess, að umrætt landsvæði er á fjárskipta-
svæði.
d. Eins og stendur, er bannað að flytja Coopersduft
frá Bretlandi. I því er brennisteinsduft, en brenni-
steinn er torfenginn og mun það ástæðan til út-
flutningsbannsins. Hins vegar telur brezka landbún-
aðarráðuneytið gammtox betra og öruggara baðlyf
en Coopersduft og ætti því ekki að vera neyðar-
úrræði að nota það.
Sp. 6: Hvernig er að gefa kúm eingöngu blaut bein
til fóðurbætis og hvað et oezt að gefa með þeim?
B. ].
Svar: Blaut bein geta verið ákaflega misjöfn, en sé
hér miðað við hausa og dálka úr þorski, má gera ráð
fyrir, að um 3 kg þurfi af þeim í fóðureiningu og að í
því sé 4—500 g af meltanlegu próteini. Eflaust væri
æskilegast að mylja beinin (í refakvörn eða álíka tæki).
Kostur mundi og að sjóða mulninginn, en það er auka-
fyrirhöfn og kostnaður, en sé það gert, skal gefa soðið
með. Vér vitum ekki um reynslu fyrir því, hve mikið
skepnur vilja eta af nýjum beinum, soðnum eða ósoðn-
um, en próteinmagnið skapar skilyrði til þess að nota
þetta fóður handa kúm, sem eru í hárri nyt. Steinefna-
magnið í þessu fóðri er líka hent við þær kringumstæð-
ur. Vilji kýr eta allt að tveim fóðureiningum á dag (6
kg) af þessu fóðri, vel til reiddu, ættti það að vera ó-
hætt, en þó mega bein úr feitum fiski ekki vera með.
Að sjálfsögðu er ekki hægt að gefa aðrar fiskafurðir
samtímis, svo sem síldar eða fiskimjöl. Hér er miðað við
að beinin séu gefin með venjulegri töðu.
Sp. 7 : I sumar fór að bera á því, að sumar kýrnar
fengu nokkurs konar vörtur á spenana, sumar eins og
þær héngju við á þræði en aðrar eins og venjulegar vört-
ur, en virtust þó ekki hafa venjulegan vörtufót og aðeins
standa grunnt í húðinni.
Líklega er þetta eitthvað smitandi, því að einar 3 kýr
hafa fengið þetta nú og eru ekki lausar við það ennþá.
Hvernig á ég að lækna þetta? B.
Svar: Sérstök smitefni (vírus) eru í mörgum tilfell-
um völd að vörtum, svipuðum og hér er lýst. Sumar
tegundir þeirra eru greinilega smitandi. Margt er þó enn
á huldu um kvilla þennan. Oft hverfa vörturnar skyndi-
lega, einkum á vorin, án þess að nokkuð sé aðgert.
Vörtum má eyða með ýmsum lyfjum, t. d. ísediksýru,
en sitji þær á spenum er bezt að fjarlægja þær um geld-
stöðutímann. Verður þá að bera vaselín, eða álíka
smyrsl, á búðina. umhverfis, svo að hún brenni ekki.
P.A. P.
Sp. 8 : Er nokkur hæfa í, að kýr beiði frekar upp
undan nautum, sem fá mikið súrhey að gjöf? Eða ef kýr
fá mikið súrhey? B.
Svar: Athuganir þessu viðvíkjandi vitum vér ekki til
að gerðar hafi verið hér, en erlendis hafa athuganir í
þessum efnum leitt í ljós hið gagnstæða.
Innflutningur
dráttarvéla hefir nú verið gefinn frjáls, eins og
flestir eða allir hata frétt. Þá er að velja rétta drátt-
arvél. Þess ber að minnast, að hver stærð dráttarvéla
hentar bezt til ákveðinna starfa. Dráttarvélar þær, sem
liafa 9—12 hestafla orku, eru hentugar til heyvinnu og
léttistarfa við búskap. Þær, sem hafa 15—25 hestafla
orku, eru hentar til fjölmargra starfa, en þær, sem
eru enn stærri og orkumeiri, eru a tðvitað allt of dýr-
ar til smávika, en hentastar til stórræða, jarðvinnsltl
o. Jr. h. Bændur! Gerið ykkur grein fyrir, hvaða verk
efni bíða dráttarvélanna — eða hafið þið nokkur verk-
efni handa þeim, nema þá í félagi við aðra? Þetta eru
grundvallaratriði sem taka verður með til ráða, þegar
velja skal dráttarvél. Auk þess eru auðvitað mörg önn-
ur atriði, er koma til greina.