Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 12

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 12
58 FREYR Tvö og tvö spenagúmmí verka samtímis. Til vinstri er loftþynn- ing svo að mjólkin streymir, en hœgra megin þrýstir loft spena- gúmmiinu að spenunum, nuddar þá og spenaopin eru lokuð á með- an, eða unz loftþynning verður þar á næstu sekúndu. ust saman og aðstreymið takmarkaðist, og þess vegna varð mjaltatíminn jafn langur og meðalmagn mjólkur á mínútu hið sama. Með vaxandi loftþynningu uxu hreyturn- ar (hreytt með vélum). Loftþrýstimælarnir á vélunum sem hér eru notaðar, eru því nær allar merktar með rauðu striki við 15" en bezt væri ef- laust að stilla þrýstinginn við 12—13” því að það stig fer bezt með spena kúnna, gef- ur að vísu ögn hægari mjólkurstraum fyrstu mínúturnar en á þann hátt næst meira magn mjólkurinnar úr júgrinu með vélunum, áður en þörf er á að nudda það. Reynsla mín er sú, að það hafi yfirleitt verið til bóta að minnka loftþynninguna í vélum þeim, sem eru í gangi á starfssvæði mínu.* *) Þess skal getið, að hér á landi eru mjaltavélarnar langflestar Alfa Laval, en Ioftþrýstimælir þeirra er ekki merktur með " (þumlungum) heldur centimetrum. A mælunum eru tvö rauð strik, en þau þýða, að vísirinn á að vera milli þeirra, en þá er sogaflið í lögninni hæfi- legt. Svarta strikið milli þeirra rauðu táknar meðalsog, en það er við 33 cm loftþrýsting. Venjulegur loftþrýst- irtgur andrúmsloftsins er 76 cm há kvikasilfursúla, 1 cm2 í þvermál. Ritstj. Whittleston segir, að tíðni soga skipti ekki miklu fyrir mjaltahraðann; hann hefir borið saman árangurinn af 84,42 og 21 sogi á mínútu; en hlutfallið á milli soga, sem mj alta, og þrýstings, sem nuddar spen- ann og heldur blóðrás hans eðlilegri, verð- ur að vera rétt. Vegna þessa, og til þess að tryggja öruggan gang sogskiptisins, er réttast að fylgja þeim forskriftum, sem gefnar eru fyrir hverja tegund véla, svo gangtruflanir verði ekki. Má anka þyngd spenahylkjanna? Þýðingarmeiri en fjöldi sogslaganna er þungi spenahylkjanna með tilheyrandi sog- greini*) og slöngum, eða með öðrum orð- um það, sem kýrin ber meðan mjaltað er. Með hæfilegum loftþrýstingi er þungi þessara hluta 2 y2—sy2 kg. Til þess að hafa sem næst þennan þunga, verður að gæta þess, ef skipt er um einhverja hluta þessa útbúnaðar, að setja aðra með sömu þyngd í stað þeirra, sem fjarlægðir eru. Á N.I R.D. hafa verið framkvæmdar til- raunir viðvíkjandi þessum efnum, og hafa *) Soggreinir = mjólkur- og sogskiptir eða tengirör, en þessi heiti hafa verið notuð hér á landi.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.