Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 31

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 31
FREYR 77 Ekki verður annað séð, en að í viðbæti þessum standi svart á hvítu, að næmir sjúkdómar hafi verið á öllum 46 heimilun- um, sem athuguð voru, og að berklaveiki hafi verið á þeim öllum. Sé þessi skilningur á þeim kafla viðbætisins, sem um sjúkdóma fjallar, ekki réttur, þá eru líklega allar aðrar niðurstöður viðbætisins öfugar ,og um leið allt meginmál bæklingsins. Nú er það vit- anlegt, að næmir sjúkdómar og berklaveiki voru ekki á þessum heimilum, og hér hafa því mikilsverðar niðurstöður athugananna snúizt alveg við. ★ Að lokum skal vikið að inngangi bækl- ingsins. Eins og til að undirstrika þörfina fyrir embætti mjólkureftirlitsmannsins, eru þarna taldar upp margs konar skoðan- ir manna á mjólkurmálunum, og þess get- ið, að eitt af verkefnum embættismannsins hafi verið að kryfja þær til mergjar. Heim- ildir fyrir þessum skoðunum eru íslenzku dagblöðin árin 1945—1947. Ekki er nú ver- ið að vanda til heimildanna, en hitt er þó verra, að sumt af því, sem tilfært er, stend- ur alls ekki í dagblöðunum á þessum tíma, en annað er skreytt nokkuð freklega. Um þetta getur hver sannfært sig, sem vill. En hér skulu þó nefnd dæmi. Slæmt flutninga- fyrirkomulag, lélegir vegir og dreifðir fram- leiðendur er í dagblöðunum nefnt í sam- bandi við mjólkurskemmdir, en ekki talið aðalorsakir þeirra. Aðeins þrír af þeim mönnum, sem við málefni mjólkurbúanna fást, hafa þá skrifað í blöðin, en ekki er þó hikað við að túlka skoðanir þeirra allra, skoðanir, sem enginn þeirra hefur haldið fram. Þeir hafa ekki minnzt á eftirlit með flokkun mjólkur í dagblöðunum, og ekki það, að mjólkin mundi batna af sjálfu sér, þegar nýjar vélar fengjust í mjólkurbúin, og fleira er þar af þessu tagi. Varla er þetta gefið svona út í neinum tilgangi, en þó er þetta til ófrægðar þeim mönnum, sem skoðanirnar eru eignaðar. Skyldi heilbrigðismálaráðuneytinu standa á sama um þennan málflutning? Framleiðsla mjólkur og mjólk- urafurða á árinu 1951 Framleiðsluráð landbúnaðarins hefir nú fengið vfiv- litstölur yfir mjólk þá, sem mjólkurbúin tóku á móti á árinu 1951 og notkun mjólkurinnar. A árinu var innvegin mjólk sem hér segir: Mjólkurstöðin 1 Reykjavík ............ 4.676.738 kg Mjólkursamlag Borgfirðinga .......... 4.522.165 kg Mjólkursamlag Kaupf. ísfirðinga ....... 498.375 kg Mjólkursamlag Húnvetninga ........... 1.421.057 kg Mjólkursamlag Skagfirðinga ........... 2.122.733 kg Mjólkursamlag K.E.A.................. 7.707.758 kg Mjólkursamlag Kaupf. Þingeyinga ...... 1.092.907 kg Mjólkurbú Flóamanna ................... 15.423.157 kg Samtals 37.464.890 kg Á árinu 1950 var innvegin mjólk: 37.766.377 kg og var því á árinu 1951 flutt 0,8% minna mjólkurmagn til mjólkurbúanna en árið áður. Af þessu mjólkurmagni hafa 19.143.583 lítrar verið seldir til neyzlu og var það 610.894 lítrum minna en árið áður. Að öðru leyti var mjólkin hagnýtt sem hét segir: Seldur rjómi .............................. 702.440 1. Nanr sú sala 107.143 lítrum minna en árið áður. Framleitt smjör á árinu ................... 355.642 kg en Jrað var 77.859 kg meira en árið áður. Framleitt skyr á árinu nam: ............... 1.217.148 kg eða 54.712 kg meira en árið áður. Framleiddur mjólkurostur á árinu .......... 388.789 kg eða 40.419 kg- meira en fyrra ár. Framleiddur mysuostur á árinu ............. 90.761 kg eða 22.516 kg meira en árið áður. Kasein var framleitt úr 1.457.900 1 undanrennu eða úr 58.550 lítrum meira en árið áður. Þess má að lokum geta, að af bæði smjöri og osti voru birgðir miklu meiri en um fyrri áramót. Þannig námu birgðir af mjólkurosti 22 smálestum meira en árið áður og af smjöri 83 smálestum meira. Virðist svo sem nú horfi miður vænlega unt sölu þeirrar frara- leiðslu, sem nautpeningur skilar. Getur varla leikið nokkur vafi á, að þverrandi kaupgeta neytenda hlýt- ur að ráða mestu um þessa útkomu á afurðasölunni.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.