Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 18

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 18
64 FREYR mjaltirnar ganga of hægt og hægar mjalt- ir hafa ætíð slæmar afleiðingar. Öðrum reynist torvelt að fá kýrnar í geldstöðu, þegar mjaltað er með vélum, þær halda lengi lágri nyt. Ef vélin er í lagi og rétt unnið með henni, er ekkert því til fyrirstöðu að mjalta nytlágar kýr með vél, en sé aðeins mjaltað einu sinni á dag, er þó réttast að handmjalta. Mjaltir og júgur'bólga. Júgrið er all viðkvæmt líffæri, sem hætt er við að sýklar taki sér bólfestu í ef því er misþyrmt eða á annan veg skakkt með farið, en af því leiðir jafnan litlar og lé- legar afurðir. Slys þau, sem oftast eru uppruni að minnkandi mótstöðuafli gegn smitun, eru spenastig, en það er ekki óal- gengt þegar básar eru mjóir og engar milligerðir milli kúnna, og svo rispur af gaddavír og harðhendar mjaltir Sé um handmjaltir að ræða, eru tog- mjaltir oftast frumrót kvillanna, en kreist- mjaltir síður; en þegar vélmjaltað er, mun algengast að kvillar fylgi í kjölfar þess, að vélarnar eru látnar vera allt of lengi á kúnum og vinna þar í tómagangi undir of miklu sogi, sem veldur blæðingum í slím- himnum. Meigs fann, við rannsóknir sínar, að 7% af handmjöltuðum kúm höfðu streptococ- bólgur í júgrum, 10% af þeim vélmjöltuðu höfðu það þegar mjaltað var við 12" loft- þrýsting í 5 mínútur og hreytt með hönd- um, 35% þegar vélmjaltað var við 16" þrýsting í 20 mínútur og ekki var hreytt, en 50% þegar mjaltað var við 16" þrýst- ing í 20 mínútur. Hraðar mjaltir, við lítinn þrýsting og hreytur á eftir, virðist því bezt til þess að forðast júgurkvilla, og það mun viðurkennt meðal almennings. Whittleston segir, að slöpp, óhrein, gömul og mjúk spenagúmmí, séu völd að júgurbólgu. Þegar á allt er litið má segja, að hætt er við júgurbólgu þegar mjaltað er með vél- um, en hægt er að fyrirbyggja þennan kvilla með því að nota prufuskál, svo hægt sé strax að verða þess var ef tilhneig- ing er til júgurbólgu hjá einhverri kú, en annars er það ekki alltaf auðvelt, þegar vélmjaltað er. Rétt er að mjalta ungar og heilbrigðar kýr alltaf fyrst en þær síðast, sem grunur leikur á að ekki séu með heil júgur. Þá getur komið til greina að nota aldrei annað en hrein og ný spenagúmmí og dýfa þeim í klórvatn þegar hver kýr hefir verið mjöltuð. Að sjálfsögðu má aldrei mjalta á gólfið, en skeð getur að mjólk fari niður og er það því góð regla að hella klórvatni í básinn aftanvert og svo á afturfætur kúnna eftir mjaltir. Betra er að fyrirbyggja kvilla en lækna, en eigi að síður getur maður oft glaðst yfir að eiga hins síðara völ, og júgurbólgu er oft hægt að lækna, aðeins ef dýralæknir- inn er sóttur í tæka tíð. En hin fullkomn- asta bót verður ekki á ráðin nema komizt verði á rannsóknarstofu með mjólkurpruf- ur úr hinum einstöku kúm eða einstöku spenum, svo vitað sé nákvæmlega hvað gera skuli og hvar vinna ber gegn kvill- unum. Allmörg ár eru síðan gagngerðar ráðstaf- anir voru hafnar á vissum stöðum í Dan- mörku og þær ætti að viðhafa alls staðar svo ekki þurfi lengur að greiða þunga skatta vegna júgurbólgu í þeim þriðjungi af kúnum, sem að meira eða minna leyti eru þjáðar af þessum kvilla. Þangað til þessar gagngerðu ráðstafanir verða alls staðar við hafðar og svo meðan á þeim stendur, verður alltaf í gildi hin góða regla að mjalta hratt og mjalta vel og gætilega. Þá verða kýrjúgrin hraust og afurðir kúnna miklar. Þess skal getið, að myndirnar í grein þessari eru tíndar saman úr ýmsum áttum, en leitast er við að nota þær, sem túlkað gætu efni það og boðskap, er greinin flytur. — Ritstj.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.