Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 17

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 17
FREYR 63 Það tekur um 5 minútur að mjalta hverja kú. Síðan er skipt um vélfötu. Á að vélmjalta allar kýr? Vandræðagripir eru þær kýr, sem ekki vilja selja, þegar mjaltað er með vélum. Það getur átt rót sína að rekja til þess, að skakkt er að farið, að þær eru tilfinninga- næmari en fjöldinn, gagnvart slitnu spena- gúmmí, of mikilli loftþynningu eða undir- búning skortir fyrir mjaltir. En jafnvel þó að allt sé eðlilegt, hittir maður við og við kýr, sem naumast verða mjaltaðar með vél svo vel sé, og getur það stafað af því, að spenarnir séu svo grófir, að spenagúm- míið verki ekki, þeir geta verið svo langir (meira en % af lengd spenahylkisins) að alltaf er loftþynning umhverfis spen- ana, eða þeir eru stuttir (minna en af lengd spenahylkisins), svo að þeir nuddast ekki af spenagúmmíinu. Ástæðan getur líka verið sálræn, og er þá stundum hægt að kenna skepnunni betri háttu með því að eftirmjalta ekki, svo sem tvisvar sinnum (oftar má það ekki vera sökum hættu á júgurbólgu eða af- urðamissi). Vandræðakýrnar skal ætíð mjalta síðast til þess að þær trufli ekki starfsganginn í fjósinu. Til greina getur komið að hand- mjalta þær til þess að fá sem beztar af- urðir af þeim, en annars eru slíkar kýr naumast eigandi og getur verið ástæða til að farga þeim vegna þessa annmarka. Vafasamt er og hvort ala skal upp af- kvæmi slíkra gripa. Spurninguna um geldstöðu og vélmjaltir má skoða frá tveim hliðum. Sumir tala um, að þegar mjaltað er með vélum geldist kýrnar fyrr en æskilegt er. Sé svo, er það bein afleiðing af rangri notkun vélanna; Víða er nú hreytt með vélunum, en til þess að það sé vel og rétt gert, þarf sérstök handtök og sérstakar að- ferðir við mjaltirnar i heild, miðaðar við, að ekki sé handhreytt á eftir vélmjöltum.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.