Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 16

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 16
62 PRÉYR verið gerðar á, getur málið horft öðruvísi við. Á N.I.R.D. eru vélhreyturnar, sú mjólk, sem kemur eftir að byrjað er að nudda júgrið, 0,30 kg hjá fyrsta kálfs kvígunni, 0,58 kg hjá kvígu að öðrum kálfi og vaxa svo jafnt og þétt til 5 kálfs kúa, en hjá þeim eru hreyturnar 0,79 kg að meðaltali. Þar er ekki eftirmjaltað með höndunum. Athuganir í Svíþjóð hafa einnig leitt í ljós, að eftirmjólkin vex því eldri sem kýrnar verða. Þegar dæma skal um það magn mjólkur, er fæst við að hreyta, ber að at- huga aldur kúnna, hvort um sérstaklega valdar kýr er að ræða og svo ber að minn- ast þess, að þeir mjaltamenn, sem fást við tilraunir, eru eflaust meira en meðalmenn til mjalta. Það mun vera algengt, að þegar ekki er hreytt séu vélarnar hafðar of lengi á kúnum, fremur illa er mjaltað, fitumagn- ið lítið, en af þessu leiðir svo einatt heim- sókn júgurkvilla. Það er mikilvægt að hreytt sé strax eftir að vélin er tekin af kúnni, því að þá selur hún bezt og það tekur enga stund að hreyta. King staðfesti, að þegar vélmjaltað var 12,8 kg mjólkur með 2,93% fitu, og 2 mínútur liðu unz hreytt var, (en það er helzt til löng bið) fékkst 2,0 kg hreytur með 6,83% fitu, en væri mjólkin 12,6 kg með 2,91% fitu og hreytt var eftir liy2 mínútu, þá voru hreyturnar 0,6 kg með aðeins 3,24% fitu. Stcirfsröðin við rétt mjaltafyrirkomulag. Röð starfanna, við mjaltir með vél, má skipta í fernt og gangurinn verður sá, að kýrjúgur er alltaf nýþvegið þegar vélin er laus á næstu kú á undan, en strax þegar vélin hefir verið sett á hið nýþurrkaða júg- ur, er tími til kominn að hreyta kúna, sem maður gæti tveggja vélfatna. Hafi hann maður gæti tveggja vélfata. Hafi hann fleiri um að hugsa, leiðir það til þess að mjaltirnar ganga seint og verða lélegar. Meira að segja er ekki almennt viðurkennt enn, að einn maður geti annað gæzlu tveggja vé’fatna, en því er ekki að neita, að hagkvæmast er það fyrirkomulag og ár- angur mjaltanna verður beztur með því. Fyrst er júgur nr. 1 þvegið og mjólkin fellur til meðan júgur nr. 2 er þurrkað. Nú fellur mjólkin til spenanna meðan vél- in er sett á júgur nr. 1. Vél er sett á nr. 2, að því búnu sótt skiptifata o fl. og júgur nr. 3 þurrkað. Hér fellur mjólkin til meðan lokið er við að mjalta nr. 1 og vélin er flutt frá henni. Nr. 1 er nú hreytt, júgur nr. 4 þurrkað, lokið er við að mjalta nr. 2, vélin er sett á nr. 4, nr. 2 er hreytt o. s. frv., en gæta skal þess að tæma enga fötu fyrr en búið er að hreyta, því að annars getur lið- ið of langt frá mjölt til hreytinga. Hafi manni seinkað, sem af einhverjum ástæðum getur skeð, þegar unnið er með tvær vélar, er réttast að láta aðra vélina standa á stéttinni þangað til röð kerfisins er leiðrétt og hún skal notuð næst. Sumir mjaltamenn láta vélarnar fylgjast að þannig, að þeir þurrka júgur tveggja kúa í senn og flytja tvær vélar í senn, og hreyta svo auðvitað tvær kýr, hverja á eftir annarri; en þetta starfsfyrirkomulag hefir í för með sér, að of langur tími líður milli júgurþvottar og hreytinga til þess að mjaltirnar gangi greitt, og verði fullkomn- ar. — Ef tveir menn vinna með þrjár vélfötur verður gangur starfsins sá, að annar þurrk- ar júgur og flytur vélar en hinn hreytir og flytur föturnar með mjólkinni. Einn maður með eina vélfötu vinnur sem næst með sama starfskerfi og sá,sem vinnur með tvær, en hefir auðvitað betri tíma til að skipta um og árangur starfsins verður oft eins góður og hjá hinum, sem gætir tveggja. Vinnuhraðinn hjá þeim, sem duglegur er, er sá, að sjálfar mjaltirnar og flutn- ingur vélanna varir 4—5 mínútur. Þetta reiknast þannig, að deilt er með vélafjölda í kúafjölda og fæst þá tala sem segir hve margar kýr eru um hverja vélfötu Með þessari tölu er síðan deilt í mínútufjölda þann samanlagðan, sem mjaltirnar standa yfir. Meginþorri mjaltamanna þarf nú 6 mínútur til þess að mjalta kú að meðaltali, eða 6—7 mínútur. Er því enn nokkuð að læra.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.