Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 9

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 9
FREYR 55 jafn vel niður hvort sem klúturinn er 10, 18, 38 eða 50 stiga heitur og hann, ásamt Monroe, hefir einnig sannað, að kalt og heitt vatn er jafn gott og hvort tveggja betra en að strjúka með þurrum klút, enda hafa sænskar rannsóknir sýnt hið sama. Klúturinn skal vera þurrundinn og þá er hreinlætiskröfunum einnig fylgt í fyllsta mæli. Hjá N. I. R. D. fundu menn heldur eigi mismun eftir því hvort klúturinn var undinn upp úr köldu eða heitu, ef alltaf var haft sama hitastig. Þá hafa menn einnig rannsakað tíma til júgurþvotta fyrir mjaltir og athugað áhrif þess að strjúka ekki spena þeirra kúa, sem annars voru þvegnar mínútu fyrir mjaltir, eða strjúka spenana og láta svo líða 3 eða 6 mínútur unz mjaltir hófust. Það reyndist tímatöf að strjúka ekki spenana, því að kýrnar seldu þá ekkert fyrstu mínútuna sem mjaltað var, en eðlilega eftir það. Eftir þriggja mínútna bið seldu þær eðli- lega en þegar biðin var 6 mínútur seldu þar hægt, og bæði mjólk og fita var minni en annars. Við sænsku rannsóknirnar kom í ljós, að þegar 15 mínútur liðu frá þvotti til mjalta, stóðu mjaltirnar þriðjungi len'gur, hreyturnar urðu tvöfalt meiri, en saman- lagt mjólkurmagn mun minna heldur en þegar mjaltað var strax eftir þvott. Al- mennt er óhætt að ráða fólki til að láta líða eina mínútu frá því að júgrið er þurrkað unz mjaltir byrja, ef til vill að- eins hálfa mínútu þegar um nýbærur er að ræða, en allt að tveim mínútum þegar kýrnar eru í lágri nyt. Er hœgt að breyta mjaltahraðanum? Hjá N.I.R.D. hafa verið skráðar mjólkur- straumalínur hjá öllum kúnum árum sam- an og við samanburð þeirra hafa menn séð mismuninn á hinum einstöku kúm, en hann er allmikill, og að öðru leyti hefir verið staðfest, að straumlínurnar eru eins frá ári til árs hjá hverri kú. Þó hefir komið í Ijós, að því eldri sem kýrin verður, þeim mun meiri verða hreyturnar Þá hefir það og komið í ljós, og verið sannað, það, sem áður hafði verið staðfest í Svíþjóð og Nýja- Sjálandi, að eðli til mjólkurmyndunar, og straumlínugerðin, er erfðum háð. Á N.I.R.D. eru t. d. 4 kýr, sem mjög seint selja, af sömu ætt; er ein þeirra móðir, tvær dætur hennar og sú fjórða er dóttur- dóttir. Þetta fyrirbrigði er raunar víðar Spenarnir skulu þurrkaðir og nuddaðir rétt áður en spenahylkin eru sett á þá, þá kemur mjólkurstraum- urinn strax. þekkt og sjálfsagt er að taka tillit til þessa í kynbótastarfinu og velja til undaneldis þær skepnur, sem auðvelt er að mjalta. Fyrrum var það venjan, þegar allir hand- mjöltuðu, að naut var ekki keypt fyrr en kaupandinn hafði prófað að mjalta móður þess. Nú eru mjaltavélar komnar víða og samtímis hefir ýmsum gleymst að hug- leiða þá kosti, er fylgja því, að auðvelt sé að mjalta kýrnar, en það segir sig sjálft, að betra er að eiga kýr, sem aðeins tekur 3—4 mínútur að mjalta heldur en hinar, sem vélin þarf að hanga á 1 8—10 mínút- ur til þess að ná nytinni. Tillögur hafa ver- ið gerðar um að skrá í ættbækur mjalta- línur af þrem morgunmjöltum í fimmtu viku eftir burð og mundi það verðmæt upplýsing um eðli kýrinnar til mjalta.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.