Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 26

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 26
72 FRE YR staöhætti er varla hugsanlegt að þessi verðmæti verði almennt hagnýtt nema hægt sé að breyta þeim þannig, að þau verði meðfærilegri í flutningum og notkun. Aðrar þjóðir hafa leyst þennan vanda á þann hátt, að annaðhvort eima mysuna eða mjólkina að nokkru, eða að fullþurrka hana í duft. Ef til vill mætti hér á landi nota til þessa jarðhita, þar sem hann er fyrir hendi, eða ódýrt nætur-rafmagn; er slíkt vel at- hugandi. Reyndist slík hagnýting þessara verð- mæta framkvæmanleg, mundi mjög hag- kvæmt að blanda saman undanrennu og mysu í hlutfalli — þrír undanr. móti sex mysu — eða meir, væri meiri undanr. fyrir hendi. Með því mundi fást fóður með rúml. 100 gr. eggjahvítu í fóðureiningu, en ein- tóm mysa mundi fremur eggjahvítusnautt fóður. Væru slíkir möguleikar fyrir hendi á hverju mjólkurbúi, mundi þar mikið hæg- ara um vik að hagnýta mjólkina á sem hagkvæmastan hátt. Þá væru mjólkurbú- in ekki ofurseld þeim vandræðum að þurfa að framleiða og liggja með lítt seljanlegar birgðir af osti eða öðru og vera neydd til að binda þar í stór verðmæti af smjöri, sem þau annars gætu losnað við á hag- kvæmari hátt, og vanhagað hefir um fram að þessu. ★ Fyrir síðasta stríð, þegar undanrennu- spursmálið var vandamál og vandræða- mál, var gripið til þess úrræðis að búa til magra osta og skyr, sem svo framleiðend- um var sent heim og þeir skyldaðir til að kaupa — jafnvel meira en þeir gátu hag- nýtt sér eðlilega. Hér var lagt í framleiðslu- kostnað og mikla vinnu við útsendingar, en verðmætin þó ekki hagnýtt nema að nokkru, eins og sýnt er fram á hér að framan. Þessi aðferð er því hreint neyðar- úrræði, sem ekki er hægt að endurtaka nema engar aðrar leiðir finnist færar. Reynist hins vegar framkvæmanlegt að fullþurrka mjólkina eða mysuna í duft, væri eðlilegast að fóðurblöndunarstöðv- arnar blönduðu duftinu í fóðurblöndurnar og gætu þá með því sparað til þeirra önnur efni, t. d. síldar- og fiskimjöl, sem hvoru- tveggja eru útflutningsverðmæti fyrir gott verð, eða önnur innflutt. Væri með notkun mjólkurinnar þannig hægt að skapa auk- inn útflutning eða spara innflutning, mundi sjálfsagt lyftast brúnin á mörgum þeim, er þau ein verðmæti sjá og telja, er gjaldeyri gefa. Hér á landi hefir nokkuð verið að því gert, nú á seinni árum, að nota undan- rennu til kaseingerðar. Hefir mér skilist á þeim, er að því standa, að ekki væru aðrir möguleikar fyrir hendi um hagnýtingu þeirrar mjólkur, og það því einskonar neyðarráðstöfun. En hér er um tilraun að ræða og er allt slíkt virðingarvert og hverj- um til sóma, er þorir að stíga út fyrir troðnar slóðir. Þessi framleiðsla nam á ár- inu 1950 rúml. 1,3 millj. kg. mjólkur eða 216.667 fóðureiningum, og þá með áður- greindu verðlagi að verðmæti kr. 502.- 667.44. Til viðbótar þessu kemur svo vinnslukostnaður kaseinsins, umbúðir og annað tilheyrandi. Andvirði mjólkurinnar ásamt þessum póstum, sem ég ekki veit hve háir eru, er framleiðsluverð kaseinsins. Hvort kaseinframleiðslan gefur af sér meira verðmæti, er mér ekki kunnugt —- en hún gefur gjaldeyri — en hvort mun hann meiri en sá, er hún mundi spara, væri hún notuð til fóðurs; um það hefir verið deilt. Hverjar niðurstöður þær athuganir mundu gefa, er hér hefir verið á bent, skal engu um spáð, en hér er um svo mikið fram- tíðarmál að ræða og mikil þjóðfélagsleg verðmæti, að órétt væri að rannsaka ekki alla möguleika. Ég get ekki stillt mig um að drepa hér aöeins á annað mál, þessu að vísu óskylt, en landbúnaðinum þó viðkomandi. Hér á landi er slátrað miklu af fénaði á ári hverju og úr hverri skepnu, sem felld er, eru mörg kíló, sem ekki eru talin manna- matur og þá að engu metin. En er þetta verðlaus úrgangur? Aðrar þjóðir telja ekki svo, heldur safna öllu slíku í verksmiðjur þar sem unnið er úr því verðmætt fóður- efni, blóð-, kjöt-, beinamjöl. Hversu marg-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.