Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 28
74
FRE YR
Árið 1947 stofnaði heilbrigðismálaráðu-
neytið embætti mjólkureftirlitsmanns „í
þeirri von, að það mætti verða til stuðn-
ings því starfi, sem áður hafði verið hald-
ið uppi af mjólkurbúunum og fleirum, að
auka gæði mjólkurinnar“. Það eru engu
líkara en að verið sé að gefa það í skyn í
bæklingnum, að það hafi verið þessi ráð-
stöfun heilbrigðismálaráðuneytisins, sem
straumhvörfunum olli, en þau hófust ein-
mitt árið 1947. Þessi skoðun styðst meðal
annars við það, að gerð er allmikil gang-
skör að því að hrekja það, sem í inngang-
inum er talið að vera skoðanir „forráða-
manna mjólkurbúanna.“ En mjólkureft-
irlitsmaðurinn starfaði á þessum árum svo
að segja eingöngu að athugunum þeim.
sem bæklingurinn fjallar um, og hafði
ekki nein þau afskipti af mjólkurmálun-
um, er breytingum gátu valdið. Ef mjólkur-
eftirlitsmaðurinn hefði unnið einhver bæt-
andi störf í þágu mjólkurmálanna, hefði
það efalaust verið í samræmi við einhverja
af þeim tillögum, sem hann ber fram í
bæklingnum, og telur að horfi til bóta.
Fyrsta tillaga hans er þessi: „Heimsækia
verstu framleiðendurna og leiðbeina þeim
á staðnum." Mér vitanlega fór hann ekki
í neinar slíkar heimsóknir fyrr en sumar-
ið 1950. Hann heimsótti þá aðeins fáa
framleiðendur á hverju framleiðslusvæði,
og, að því er virðist, í þeim tilgangi að
afla sér gagna til notkunar við samningu
bæklingsins. Ekki geta nú þessar heim-
sóknir hafa verkað aftur fyrir sig, allt til
ársins 1946.
Um aðra tillöguna: „Stöðva mjólkursölu
c-manna,“ og þá þriðju: „Gera meiri verð-
mun á 1. flokki og hinum flokkunum,“ er
það að segja, að þær eru ekki komnar til
framkvæmda enn.
Fjórða tillagan: „Útrýma 3. flokki með
svipuðum aðferðum og notaðar höfðu ver-
ið við 4. flokk.“ Hér er nú það að athuga,
að eftir er að gera sér grein fyrir því, með
hvaða hætti 4. flokki var „útrýmt.“
Á bls. 11 í bæklingnum ,er sagt frá þvi,
að mjólkureftirlitið hafi árið 1948 gert „til-
lögu á þá lund, að ef framleiðandi sendi
tvisvar í röð 3. flokks mjólk, eða einu sinni
4. flokks mjólk, skyldi honum endursend
mjólkin næstu daga, þar til hún yrði í 1.
eða 2. flokki. Sagt er, að mjólkurbús-
stjórarnir hafi farið eftir tillögunni, og að
hún hafi haft sín áhrif á gæði mjólkur-
innar.
Sannleikurinn í þessu máli er sá, að
Mjólkursamlag K. E. A. tók þessa aðferð
upp alllöngu áður en mjólkureftirlitsmaö-
ur var skipaður. Mjólkurbúin hér syðra
tóku aðferöina upp eftir Mjólkursamlagi
K. E. A. og hafa beitt henni síðan eftir
eigin geðþótta og án afskipta mjólkureftir-
litsins.
í viðtali í Vísi 23. júlí 1947, getur mjólk-
ureftirlitsmaðurinn um aðferð þessa og
eignar hana þá réttilega Jónasi Kristjáns-
syni á Akureyri. Aðferðin er gagnleg, en
árangur þann, sem náðst hefir með henni,
getur mjólkureftirlitið ekki eignað sér.
Á bls. 7 í bæklingnum er getið um
skýrsluform, sem hafi verið notuð til fyrir-
myndar flokkkunarbókum, sem mjólkur-
búin hafi notað s. 1. 2—3 árin. Þessar flokk-
unarbækur eru ekki betri en þær, sem áð-
ur voru notaðar. Þannig voru bækur þær,
sem Mjólkurstöðinni í Reykjavík voru út-
hlutaðar, sóttar fáum dögum síðar af
eftirlitsmanninum sjálfum, þar eð þær
voru svo lítið frábrugðnar bókunum, sem
stöðin notaði.
Á bls. 21 er drepið á samvinnu við mjólk-
urbússtj órana um að minnka magn 3. og
4. flokks mjólkur. Þessi samvinna var svo
agnarlítil, að þarflaust er að eyða um hana
mörgum orðum. Mjólkureftirlitið vann sír
störf í kyrrþey og ónáðaði mjólkurbús-
stjórana sjaldan.
Þá hefir verið minnst á allt það, sem í
bæklingnum finnst af tillögum og nýmæl-
um, og sem hugsanlegt er, að haft hefði
áhrif á mjólkurgæðin á árunum 1946—
1950. Það hefir verið sýnt fram á, að ekk-
ert af þessu hefir getað valdið straum-
hvörfum.
★