Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 30

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 30
76 PRE YR framleiðendur tolli svo vel í tízkunni, að þeir svari að einhverju leyti eins og þeim sýnist réttast, og því væri vissara að koma oftar og sjá allt með eigin augum, ef um nákvæma athugun á að vera að ræða. Það er því eðlilegt, að niðurstöðunum sé ábótavant. Það er mjög óheppilegt, að helibrigðismálaráðuneytið gefur það út, að fjósbyggingin hafi ekki áhrif á gæði mjólk- urinnar. Um þetta atriði segir að vísu í bæklingnum: „Þó skipti þvagrás úr flór í haughús eða safnþró nokkru máli“ (!) Þá vitum við það. Þessa kenningu um fjósin má kalla athyglisverða uppgötvun! Telja verður þó, að heilbrigðismálaráðuneyt- ið ætti að láta rannsaka þetta nánar, áður en tekið verður að kenna það við bænda- skólana. Samkvæmt gömlu kenningunni er hér framleidd mjólk í mjög mörgum fjósum, sem eru allt of léleg, enda þótt margir hafi þegar bætt fjós sín. Það þarf því að hvetja menn til að hætta að nota lélegu fjósin, eins fljótt og ástæður leyfa. En slíkar aðgerðir virðast nú ekki nauð- synlegar samkvæmt nýju kenningunni. Sannara hefði verið að segja, að furðu gegni, hvað hreinlegt fólk geti framleitt góða mjólk í lélegum fjósum, en það rétt- lætir þau þó ekki. Um það, að fjarlægð frá mjólkurbúi hafi ekki bein áhrif á gæði mjólkurinnar, má segja, að þetta er rétt, innan takmarka, um þá mjólk, sem hreinlega er unnin og vel kæld, en tekur ekki til annarrar mjólkur. Og svo stendur þar: „Góðrar mjólkur er að vænta reglulega frá sumum einstakl- ingum, en lélegrar mjólkur frá öðrum.“ Nokkuð er hæft í því, en þarna á milli mætti svo geta um alla þá mörgu, sem að jafnaði senda góða mjólk, en koma öðru hvoru á óvart með slæma mjólk, og þeir skipta miklu máli, þar eð oft getur verið verra að fást við þá en hina, sem slæmu er hægt að búast við frá, hvenær sem er. En það er eins og höfundurinn vilji ekk- ert um þessa herra vita, og því er rétt að benda sérstaklega á þá. Viðbætir 2 er sýnishorn úr flokkunarbók eins mjólkurbúsins. Hann er birtur sem sönnunargagn um það, sem sagt er á bls. 9, að 3. flokks mjólk komi venjulega frá þeim framleiðendum, sem sent hafa 2. flokks mjólk um nokkurt skeið, og að 4. flokks mjólkur verði vart, þegar mjólkin hafi áður verið í 3. flokki. Sýnishornið sýnir einmitt miklu fremur, að 4. flokks mjólkin kemur mjög oft á óvart. Pjórða flokks mjólk kemur þarna fyrir 8 sinnum, en í sjö skiptin af þessum átta, kemur hún frá framleiðendum, sem áður voru í 1. eða 2. flokki, og kemur því, án þess að gera boð á undan sér. Og við þá niðurstöðu, að óhrein mjólkur- ílát séu ein aðalorsök mjólkurskemmd- anna, má bæta því, að óhreinu mjólkur- ílátin finnast venjulega hjá þeim, sem einnig eru að öðru leyti óhreinlegir við vinnslu og meðferð mjólkurinnar. Skort- ur á hreinlæti yfirleitt er því ein aðalor- sök mjólkurskemmdanna. Aðrar niðurstöður er óþarft að fjölyrða um, þar eð þær eru ekkert frumlegar. Ónákvæmni gætir á bls. 20, þar sem skýrt er frá því, á hvern hátt mjólkurbúin hafi aukið gæði mjólkurinnar. Þar er ýmsu sleppt, sem rétt hefði verið að telja með. Að sjálfsögðu er umbótum á mjólkur- búunum sleppt, þar eð þær eru einskis metnar, en því er einnig sleppt þar, að mj ólkurbúin verðfella mjólkina. Hvergi er minnst á það, að sum mjólkurbúin hafa látið starfsmenn sína heimsækja bændur og leiðbeina þeim á staðnum. Þetta hefði mátt vera minnisstætt, þar eð svo vill til, að þegar höfundur bæklingsins var starfs- maður Mjólkursamsölunnar var honum fengið það hlutverk að leiðbeina bændum á þenna hátt. En ekki virtist honum falla þetta starf vel þá. Fróðlegur er viðbætir 1, en hann er sam- anburður á mjólk 23 „beztu“ og 23 „verstu“ mjólkurinnleggjendanna árin 1946—1950. Þarna eru margháttaðar upplýsingar um kýrnar, fjósin, mjólkurílátin, mjaltirnar. kælinguna o. fl. Ekki verður annað séð, en að þessar upplýsingar taki til allra áranna, ársins áður en mjólkureftirlitsmaður vai skipaður og áranna fram til 1950, en sum- arið 1950 voru þessir framleiðendur fyrst heimsóttir og athuganirnar gerðar.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.