Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 13

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 13
FREYR 59 Örvarnar benda bceði til hcegri og vinstri, en það þýðir, að sog og þrýstingur skiþtist á og það á að gerast 50 sinnum á minútu, þ. e. 25 sog og 25 þrýstibylgjur. þung spenahylki verið létt með því að setja bönd yfir hryggi kúnna og þannig verið hægt að auka eða minnka þunga spena- hylkjanna um allt að 2 kg. Því meiri þungi þeim mun oftar féllu spenahylkin af kúnni, en hreyturnar urðu minni þegar þung spenahylki voru notuð, af því að þau soguðust ekki eins langt upp á júgrið. Verkanir aukins þunga eru þó háðar lög- un júgurs og spena. Stundum getur gengið að leggja ofurlítinn aukaþunga á skiptinn, en þá verður að gæta þess vandlega að taka vélina nógu snemma af kúnni. Um þessar mundir er verið að gera til- raunir í Hollandi með óvenju lágan loft- þrýsting í sambandi við mikinn þunga og mjög stuttan mjaltatíma, en árangur þessa má naumast dæma strax, einkum vegna þess, að einnig verður að líta á heilbrigði júgursins. Vélarnar vinna á þann hátt, að inni í spenahylkjunum er jafnt sog, sem fjar- lægir mjólkina, en í bilinu milli sjálfs hylkisins og spenagúmmísins er til skiptis sog og venjulegur loftþrýstingur. í hvert skipti sem venjulegur loftþrýstingur er þar, þrýstist gúmmíið að spenanum, nudd- ar hann svo að blóðið í æðum spenans þrýstist að rótum hans í áttina til hjart-' ans; er það eðlileg leið, en sogið inni í gúmmíhylkinu hefir annars gagnstæðar verkanir. Þegar aðalmagn mjólkurinnar hefir ver- ið mjaltað, verður júgrið slappt og hylkin vilja færast upp á það; á þann hátt getur myndazt lofttómt hol í spenanum, við það getur slímhimnan í efsta hluta spenans sogast niður og skaddast; ennfremur getur mjólkurrennslið, frá mjólkurhólfi júgurs- ins til spenans, stöðvast og blóðrásin í spenanum takmarkast. Það er því mikils- vert að fyrirbyggja í tæka tíð, að hylkin sogist langt upp á júgrið. Mikilsvert er einnig að vélarnar séu í lagi. Er spenagúmmíið of gamalt, og hefir tapað fjaðurmagni, takmarkast hreyfingar þess svo, að nudd við spenann og soghreyf- ingin hafa ekki þann eðlismismun, sem vera skal, en það hefir í för með sér hægar og ófullkomnar mjaltir. Séu slöngurnar ó- þéttar, tapast loft og getur gert það að verkum ,að sveiflur spenagúmmísins verða minni en ella og mjaltirnar lélegar.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.