Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 33

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 33
FREYR 79 H úsmæðraþáttur VINNUSTAÐUR HÚSMÆÐR- ANNA Frú Ingrid Askevold, skrifstofustjóri í upplýsinga- skrifstofu norsku húsmæðrafélaganna, skrifar: Starf húsmóðurinnar, frá morgni til kvölds, er fjöl- breytt og að mestu erfiðisverk. Snemma er hún á ferli og löngum eru vinnuskilyrði hennar þau, að hún licfir óhagkvæma aðstöðu við vinnuborðið. Fyrir hana er það auðvitað hvíld að geta sezt við Og við, en því miður er ekki oft tækifæri til þess og að minnsta kosti er það víst, að á meðan hún þarf að vinna við eldhúsborðið eru ekki skilyrði til þess °g svo er vinnuborðið lang oftast óhentugt. En það eru ýmiss störf í húsinu, sem hægt er að framkvæma sitjandi, miklu fleiri en konur gera sér grein fyrir. En þær hafa vanizt því að vinna störfin standandi við óhentuga aðstöðu og þreytast oft meira v'cgna aðstöðunnar en af erfiðinu. En auðvitað verð- ur vinnuborðið að vera sniðið og byggt þannig, að hægt sé að vinna við það. Vinnuborðið á að vera 83 cm á hæð og 60 cm breitt. Við viljum helzt að það sé staðsett við glugga, svo að ljós falli beint inn á það og svo að húsmóðirin geti séð hvað gerist fyrir utan gluggann, þó að hún sc að vinnu sinni. Undir borðinu þarf að vera geil, þar sem húsmóðirin hefir aðstöðu til að sitja á vinnu- stól sínum, og að færa megi stólinn þar inn undir borðið þegar hann er ekki notaður. A þessum stað má ætla bökunarplötum rúm og þarna getur verið útdráttarborð, þannig útbúið að undir það megi setja fót, eða það er borð með hækkuðum röð- um, sem tryggja að það, sem á borðið er sett, falli ekki útaf því. A báða vegu umrædds skarðs er sjálf- sagt að hafa skápa og skúffur, sem auðvelt er að ná til og nota. Yfir eldhúsborðinu er sjálfsagt að hafa veggskáp, sent gcynia skal í notkunarvörur, sem hvers- • ' > i á við matseld og önnur eldhússtörf. Þá er gott að hafa í eldhúsinu skáp með loftræstingu, sem geyma skal í vörur, er slík skilyrði henta eðá hægt er að þurrka í, ef þess er óskað. Og svo er það stóllinn. Hann þarf að vera léttur og stillanlegur, svo að liæðin geti verið breytileg eftir stærð þess, sem hann notar. Æskilegt er einnig, að hann hafi stillan- legt bak. Fótskemill er mjög æskilegur — stundum nauðsyn- legur og því verður hann að vera með. Fæturnir þurfa oft hvíld, sem hann getur veitt. Já, allt þetta kostar mikið, munu ýmsir segja. Ónei, það gerir það ekki. Munurinn á óhentuga borðinu og óhentugu vinnuskilyrðunum, saman borið við hið fullkomna, sem við nú þekkjum, er ósegjanlegur, nema að því er kostnaðinn snertir. Hver hlutur þarf sinn stað og hverjum stað ber að geyma þann hlut, sem til er ætlast. Og þegar öllu er á botninn hvolft er borðið okkar og sú innrétting, sem tilheyrir, hið ódýrasta. Hið mikilvægasta í þessu sambandi er, að húsmóðirin geti setið við sem flest störf og náð til hlutanna og verk- Er hægt að samrýma í einu °g sama herbergi, svo vel verði við unað: eldhús, borð- stofu og leikherbergi barn- anna? Ef vel er fyrir öllu seð, er þetta hægt, segir byggingafrœðingurinn og híbýlafrœðingurinn, sem er höfundur teikningarinnar, sem myndin sýnir. Til þessa þarf stórt hornherbergi, með gluggum á tveim hliðum, svo að ekki skorti Ijós.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.