Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 35
FREYR
81
Úr Svarfaðardal er skrifað í janúar:
Nú er fjárskiptum hjá okkur lokið og
hafa allmargir þegar eignazt um 70% af
því sem þeir áttu, er féð var fellt, sumir
eiga nokkru meira, en aðrir minna.
í fyrra haust var féð keypt úr Keldu-
hverfi, Voru menn þá misjafnlega ánægðir
með það, en í haust voru veturgömlu gimbr-
arnar hinar prýðilegustu, og hygg ég, að
aldrei hafi hér verið jafn álitlegar kindur,
1 hvað holdafar snertir. En lítið var um
lömbin í vor, víðast hvar, en þau fáu, sem
lifðu í haust, reyndust með ágætum.
Á síðasta hausti voru lömbin keypt úr
Fnjóskadal og eru þau af vestfirzku kyni.
Mörgum þykir það miður að eiga fé af
tveim stofnum óskyldum og óttast um, að
þeir kunni að blandazt og við það fáist lé-
legra fé.
Yfirleitt hygg ég, að bændur muni vilja
fjölga fé sínu og jafnvel fækka kúm. Valda
því miklir erfiðleikar við að koma mjólk-
inni til Akureyrar og enda kostnaöarsamt.
Árið sem leið var flutningsgjald 23 aurar
á lítra og er það þungur skattur.
Mjólkurframleiðsla í sveitinni minnkaði
um 50 þúsund lítra, miðað við fyrra ár, og
var á árinu 1.042.000 lítrar, en árið áður tæp
1100 þúsund lítrar. Hið minnkandi mjólk-
urmagn mun að nokkru stafa af því, að í
fyrra var svo torvelt að koma mjólkinni á
► markað um tíma, að ýmsir sendu hana
ekki reglulega þegar snjór var svo mikill að
bílar komust ekki um sveitina.
Töluvert var byggt hér í sumar, bæði fjós,
fjárhús og margar votheyshlöður, og tvö
íbúðarhús eru í smíðum, eða jafnvel þrjú.
Jarðýta hafði ærin verkefni á síðasta
sumri og var unnið með henni bæði að
jarðrækt og vegalagningu nokkuð fram í
nóvember, eða á meðan þess var nokkur
kostur að gegna þeim störfum. Auk þess
var fjöldi smærri dráttarvéla við jarðyrkju
um lengri eða skemmri tíma að vorinu.
Að vonum mun hagur bænda ekki vera
sem beztur, því að engar hafa sauðfjáraf-
urðir verið að undanförnu, mjólkurfram-
leiðsla minnkandi og garðrækt brázt herfi-
lega á síðasta sumri, en hinsvegar er sí-
felld verðhækkun á öllum þeim nauðsynj-
um, sem kaupa þarf til búanna. Vonandi
verður þetta ár skárra, að minnsta kosti
er sauðfé allmiklu fleira á fóðrum nú en
í fyrra, enda voru keypt um 900 lömb inn
í sveitina í haust og auk þess áttu ýmsir
nokkrar lífgimbrar.
★
Frá Eskifirði er skrifað: 12. jan. í vetur
hefir veðráttan verið umhleypingasöm.
Snjór er fremur lítill í byggð, en jarðbönn,
aðallega vegna storku. Þann 4. desember
gerði norðaustan hvassviðri með snjóbleytu
og brotnuðu þá rafleiðslur og staurar. All-
ar skepnur hafa verið lengi á gjöf og kem-
ur það sér illa, því heyfengur var yfirleitt
rnjög lítill eins og búast mátti við eftir ár-
ferði undangenginna missera. Mikil brögð
eru orðin af garnaveiki í sauðfé hér við
fjörðinn.