Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 7

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 7
FREYR 53 fitan er smákúlur, sem ekki hafa greiða framrás í gegn um hina þröngu ganga kirtlanna þegar mikill þrýstingur er í júgrinu. Þegar mjaltað er, kemur fyrst mjólk með sáralitlu fitumagni (y2—-1%), en síðustu droparnir eru aftur á móti mjög fituauðugir (8—10% fita). Því styttri tími, sem líður milli mjalta, þeim mun auðveld- ari er framrás fitunnar í júgrinu, ein- mitt af því að mótstaðan er minni því oft- ar sem mjaltað er. Tœmihrif. Bæði myndun mjólkurinnar og tæming júgursins fara fram fyrir áhrif hormóna (hvata). Júgrið vex vegna áhrifa kynhor- móna og í öðru lagi er um að ræða verkanir þeirra hormóna, sem myndast í lok með- göngutímans og stýra mjólkurframleiðsl- unni unz langt er liðið á næsta meðgöngu- tíma. Loks eru það hormónverkanir, sem stýra tæmingarhreyfingunum. Þegar kálfurinn sýgur spenana, eða þeir eru snertir á annan hátt, berast áhrif til heilans með tilfinningataugunum. Undir heilanum er lítill kirtill, heiladingullinn, sem framleiðir hormónið oxytocin. Oxyto- sinið berst með blóðstraumnum til júgurs- ins og dreifist þar út í hinar fínustu hár- æðar kirtilvefsins. Hér verkar oxytocinið á vöðvaþræði kirtlanna, þeir draga sig sam- an og þrýsta mjólkinni út í gegn um gang- ana til mjólkurklefanna, en þeir eru tæmd- ir við mjaltir á þann hátt, að þrýst er á spenann svo sem raun er á við handmjalt- ir, eða við sog, þegar vélmjaltað er, en við báðar aðferðir skeður það, að hringvöðvinn slaknar og opið víkkar svo að mjólkin getur streymt út. Oxytocinið í blóðinu verkar aðeins stutta stund, það er eyðilagt 7 mínútum eftir að það myndast, hjá sumum kúm á skemmri tíma, hjá öðrum endist það lítið eitt lengur Sé mjöltum ekki lokið þegar hormónverk- anirnar stöðvast næst aðeins sú mjólk úr kúnni, sem komin er í hina víðustu mjólk- urganga þegar oxytocinverkanirnar stöðv- ast, og nytin verður lítil. Þess vegna er það mjög mikilsvert að hratt sé mjaltað og þess vegna fær sá, er hratt mjaltar, meiri mál- nyt úr kúnni en hinn, sem er seinn og syfjaður við starfið. Hormónverkanirnar geta líka stöðvast og mjólkurstraumurinn um leið, ef kýrin er óróleg eða verður hrædd. Ef ótti grípur kúna af einhverri ástæðu, myndast hor- món, sem heitir adrenalín; það hefir þær verkanir að blóðið streymir hægar í æðun- um, en þá tekur það lengri tíma fyrir oxy- tocinið að streyma frá heiladinglinum til kirtlanna í júgrinu. Til þess að tryggja eðlilegar hormónverkanir hjá kúnum og skapa eðlileg tæmihrif í júgrum þeirra, er kyrrð og ró nauðsynleg í fjósinu, ekki má slá kýrnar né hrinda þeim eða fara hranalega að þeim, og ekki skyldi fóður liggja sýnilegt, sem þær vilja ná en geta ekki. Söngur og hljóðfærasláttur í fjósinu virðist hafa áhrif til hins betra á afurða- magnið, þó ekki af því að kýrin hafi það söngeyra sem verkar þannig, að Vínar- valsinn gefur meiri mjólk en sorgarmars- inn, heldur hitt, að söngur og hljóðfæra- sláttur hefir róandi verkanir á mjalta- manninn, umgangur hans og hávaði verð- ur minni eða heyrist ekki fyrir hljóðfæra- slættinum. Það er alþekkt, að málnyt er minni en venjulega ef gestir eru í fjósi um mjaltatíma, auðvitað af því að gestur veldur truflun í fjósi. King hefir sagt frá heimili þar sem heim- sóknir voru algengar að sumrinu, og við fyrstu heimsóknirnar í fjósið, um mjalta- tímann, minnkaði bæði mjólkurmagn og fita, en þetta fór í vana, og það sem eftir var sumars gætti áhrifanna ekki þó að- komufólk væri í fjósi. Nýjustu mjaltatilraunir. Á síðari árum hafa menn athugað ná- kvæmlega hvernig kýrin selur eftir því hver mjaltar hana og áhrif þau, sem hún verður fyrir, og hefir mjólkin, sem hún gaf á hverjum 15 eða 30 sekúndum, verið vegin sér. Þetta er framkvæmt með sér- stöku áhaldi, sem fest er við mjaltavélina og við það er tengdur sjálfritari, eða með aðferð þeirri, sem notuð er hjá N.I.R.D.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.