Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 6

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 6
52 FREYR ETTIE HENRIQUES, hreinlœtisráðunautur: Þegar rétt er mjaltað verða kýrnar hraustar og afurðir þeirra miklar Danir hafa nokkra ráðunauta til þess að leið- beina bændum í hreinlæti og góðri hirðingu gripa og afurða. Höfundur eftirfarandi greinar er einn þessara ráðunauta og hefir ritað hana í Uge- skrift for landmænd. Höfum vér fengið leyfi til að snara greininni á íslenzku og birta hana. I þýðingunni er henni vikið við þar sem miðað hefir verið við danska staðhætti sérstaklega. Ritstj. Þó aö meginhluti uppskerunnar sé not- aður handa kúnum og þannig breytt í mjólk, þó að mjólkurframleiðslan sé mjög vinnufrek, og þó að í mörgum löndum séu framkvæmdar tilraunir og rannsóknir við- víkjandi myndun mjólkurinnar og fram- leiðslu hennar, og þó að ljóst sé hversu þýðingarmikið það er að kýrjúgrið sé vel hirt og rétt handtök við það höfð, þá er það eitt og annað^ sem enn er ólært. En svo langt er reynslunni komið, að almenning- ur getur af henni lært ýmislegt. Til þess að skilja verkanir hinna ým- issu mjaltaaðferða, er nauðsynlegt að þekkja byggingu júgursins og starfsemi þess. Júgrið er aðallega myndað af kirtil- vef, tengdum saman með bandvefsmilli- gerðum og er byggingin þannig, að það er í rauninni fjórir aðgreindir kirtlar. Hægri og vinstri helmingur eru glöggt af- markaðir af bandvefshengi, sem styður festingu júgursins, en festingin er mörk- uð af sýnilegri lægð milli júgurhlutanna. Fram- og afturjúgur standa ekki í sam- bandi sín á milli, því þó að kirtilvefir þeirra séu samvaxnir, er aldrei samgangur í milli. Aukakirtlar geta einnig verið með sjálfstæðum spenum eða spena, er stund- um opnast á aðal-spena. Bandvefur styður og fyllir holrúm milli kirtlanna og á sum- um kúm er hann svo mikill, að talað er um kjötjúgur, en þau júgur eru lítt hæf til mjólkurframleiðslu. Kirtilvefurinn er myndaður af mergð kirtilblaðra, en í frumum þeirra myndast mjólkin. Hver kirtilblaðra hefir örlítið frá- rennslisop, sem, ásamt öðrum, myndar ganga, er síðan sameinast, mynda aðra stærri og að lokum sameinast þeir í víða mjólkurganga, svo að kerfi þetta líkist mest vinberjaklösum. Aðalstofnarnir, eða mjólkurgangarnir, opnast í mjólkurholið, holrúmið, sem liggur úr júgrinu niður í spenann. Endar það með spenaopinu, sem er þröngur gangur í broddi spenans, um 1 cm. að lengd og er það lokað með hring- vöðva, sem getur verið svo slakur, að kýrin sé lausmjólka (leki sig) eða svo strengdur, að kýrnar séu seigmjólka. Mjólkurmyndunin. Blöðrur kirtlanna eru umluktar að nokkru af vöðvavef og að öðru leyti af æðum, sem eru hin eiginlega verksmiðja mjólkurinnar. í æðunum flytjast næring- arefnin til kirtlafrumanna, sem halda þeim föstum og mynda úr þeim mjólk, en hún þrýstist inn í holrúm blaðranna. Smátt og smátt fyllast blöðrurnar, en jafnframt eykst þrýstingurinn í júgrinu og við það takmarkast magn þess vökva, sem frumur kirtlanna geta framleitt og þannig minnkar mjólkurmyndunin í júgr- inu því lengra sem líður frá mjöltum. Þegar mjaltað er minnkar þrýstingurinn í júgrinu, við það skapazt skilyrði til auk- innar starfsemi kirtlanna, mjólkurfram- leiðslan örvazt, og er hér full skýring gef- in á því, að hámjólka kýr gefa meiri nytjar ef þær eru mjaltaðar þrisvar eða fjórum sinnum í sólarhring heldur en ef tvisvar er mjaltað. Jafnframt vex fitumagnið, því að

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.