Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 20

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 20
66 FREYR sem valda þessum kvillum, geta, ef þeir berast upp í júgrið, orsakað ákafa júgur- bólgu. Mjólk úr slíkum kúm getur verið stórhættuleg til neyzlu; eru mörg dæmi þess, að fólk hafi veikzt alvarlega, þegar mjólk úr slíkum kúm hefir verið bland- að við sölumjólk, sem seld var ógerilsneydd. Kýr smitast oftast af júgurbólgu á þann hátt, að sýklarnir berast upp gegn um spenagatið og upp í júgrið. Hætta á smit- un er langmest ef sár eru á spenanum, eða ef speninn hefir marizt eða rifizt. í öllum rifum og sárum á spenanum þrífast sýkl- arnir vel og er leiðin þaðan greið, ef sár eða rifur ná að spenaopi. Alla áverka á spenum á því að leitast við að græða eins fljótt og unnt er með smyrslum og umbúð- um. Því er þýðingarmikið að reyna að búa svo um, að hætta á áverkum á spenum sé sem minnst. Básar þurfa að vera breiðir og milligerðir þurfa að ná svo langt aftur að kýr geti ekki náð að stíga á spena eða júgur nábúa síns, ef hún liggur. Ef básar eru mjög blautir og sleipir að aftan, er kúm oft hrasgjarnt, einkum ef klaufahirðing er léleg, sem því miður er víða. Spenar merj- ast oft og særast þar sem svona háttar til. Ef gera þarf aðgerð á spena, með spena- hníf eða spenanál, skal ávalt gæta ítrasta hreinlætis við það verk, ella kann sárið að valda því, að smit berist upp í spenann. Öruggast er að hafa þéttar sáraumbúðir um spenann milli mjalta fyrstu dagana á eftir. Smit berst einkum frá sjúkum kúm til heilbrigðra við mjaltir. Þvi er þýðingarmik- ið að ítrasta hreinlætis sé gætt við það starf. Ágæt regla er að hafa fötu með sótt- hreinsunarefni, t. d. veiku klórvatni, til þess að þvo júgur og spena áður en byrjað er að mjólka og til þess að skola í hendur sínar milli þess sem hver kýr er mjólkuð Ef um vélamjaltir er að ræða, er gott að hafa fötu með svipuðum sótthreinsunar- vökva til þess að dýfa gúmmikoppunum niður í, eftir að hver kýr hefir verið mjólk- uð. Að þessu er lítil töf, þegar menn hafa vanið sig á það, en hinsvegar töluvert ör- yggi gegn því að dreifa júgurbólgusmiti við mjaltir. Mjólk, sem spillt er vegna júgurbólgu, má aldrei mjólka í flór eða bása, heldur í sérstakt ílát. Bezt er að henda slíkri mjólk, en sé hún soðin, má nota hana sem fóður. Þar sem júgurbólga er jafn útbreidd og raun ber vitni, ættu þeir bændur, sem enn hafa ekki fengið þennan vágest í fjós sín, að sýna fyllstu varkárni éf þeir þurfa að kaupa sér kýr, athuga og þukla júgrin vandlega og spyrjast fyrir um hvort kýrin hafi fengið júgurbólgu eða hvort júgur- bólga sé í fjósi því, sem hún er úr. Beri kýrin merki þess, að hún hafi haft júgur- bólgu, t. d. herzli, bris eða ber í júgra, sé einn júgurfjórðungur áberandi minni en hinn o. s. frv., ætti hann ekki að kaupa kúna, jafnvel þó hún virðist góður gripur að öðru leyti. Ef vitað er, að nokkuð af kúnum hefir fengið júgurbólgu, er gott ráð að hafa þær allar saman á sérstökum stað í fjósinu og mjólka heilbrigðu kýrnar alltaf fyrst, hvernig sem á stendur. Með því að gæta stöðugt ítrasta hreinlætis í hvívetna, eink- um þó við mjaltir, má draga verulega úr útbreiðslu sjúkdómsins og í mörgum til- fellum útrýma honum úr fjósinu smátt og smátt, ef nægri þrautsegju og árvekni er beitt. Læknisaðgerðum við júgurbólgu hefir fleygt mjög fram hin síðari ár, eftir að far- ið var að dæla inn um spenann lyfjum, sem drepa eða hindra vöxt júgurbólgusýklanna. Hafa hin nýrri lyf, sulfalyf, penicillin og aureomycin, gefið mjög góða raun, einkum við júgurbólgur, sem stafa af keðjusýklum. Notkun þessara lyfja er orðin mjög hand- hæg, þar sem þau fást í sérstökum túbum, sem tæma má í einu inn í júgrið gegn um spenaopið. Áríðandi er að sótthreinsa spenann og spenabroddinn vandlega fyrst, svo ekki berist óhreinindi upp í júgrið um leið og túban er tæmd, en slíkt hefir því miður átt sér stað. Ef um ákafa júgurbólgu er að ræða, er þýðingarmikið að læknisaðgerðir hefjist sem allra fyrst, þeim mun auðveldara er að

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.