Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 25

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 25
FREYR 71 til kálfauppeldis og hafa margir notfært sér hana þannig •— sérstaklega þeir, sem ekki hafa haft aðgang að mjólkurbúum eða annan markað fyrir hana. Til hænsnafóðurs er undanrennan eitt verðmætasta fóður, sem kostur er á, og er hún talinn iykillinn að góðu ungauppeldi. Handa varphænsnum má nota mikið af henni sé hún þannig með farin, að þau ekki þar með þurfi að taka til sín meira vatn en þau hafa gott af. Vel má fá hæn- una til að hagnýta allt að 100 gr. af und- anrennu á dag og meira sé hún gefin sem þykk mjólk eða duft. Má með því spara varpblöndu og borga hænsnin ekki annað fóður betur. Til hestaeldis er mjólkin óumdeilanlega eitt það bezta fóður, sem kostur er á — og hvað þá með kýrnar, sem gefa mjólkina frá sér. Hvort mun þeim hollari fóðurein- ingin í mjólk eða mjöli. Sé þeim gefin undanrenna, má segja, að úr mjólkinni sé tekið það verðmætasta, en þeim aftur fært það, sem verðminna er — en það sem þær þó mega sízt án vera, eggjahvítuefnin og hin lífrænu sölt. Er slíkt ekki óþekkt þar sem mjólk er framleidd til smjörfram- leiðslu, en ekki annar markaður fyrir hana. ★ í öllum mjólkurbúum hér á landi er daglega búið til mikið af skyri og ostum. Við þá framleiðslu fellur til mikið af mysu, sem að langmestu fer til spillis, og gefa því fáir gaum að hér sé um annað en ein- skisverðan úrgang að ræða. En það er langt frá því að mysan sé verðlaus, sé hún rétti- lega hagnýtt, sem og sjá má af mysuostin- um sem úr henni fæst, enda nokkuð af ostamysunni hagnýtt á þann hátt. Fóður- gildi mysunnar er talið 12 kg. í eina fóður- einingu, en í raun og veru er hún mikið verðmætari vegna þess,að henni fylgir mik- ið af söltum mjólkurinnar og B-bætiefnin, og má því ekki síður líta á hana sem bæti- efnagjafa heldur en sem fóður. Danskar fóðurrannsóknir telja mysu mjög gott fóður fyrir hvort heldur sé kýr, kálfa, hesta, hænsni eða svín. Segja þær, að vel megi venja skepnur á að drekka það mikið af henni, að það spari annað fóður. T. d. megi fá kálfa, þriggja mánaða eða eldri, til að drekka allt að 12 kg. á dag og kýr allt að 25 kg. á dag. Samkvæmt rannsóknum Atvinnudeildar Háskólans, á íslenzkri mysu, inniheldur hún eftirfarandi efni: Skyrmysa Ostamysa Þurrefni 5,19 % 6,27 % Eggjahvítuefni 0,69 % 0,90 % Aska 0,78 % Ca O 0,076% 0,047% P2OS 0,059% 0,025% Til að gera ljóst, að hér er um allmikil verðmæti að ræða, vil ég benda á eftirfar- andi: Samkvæmt Árbók landbúnaðarins var á árinu 1949 framleitt á mjólkurbúunum 1.134.301 kg. af skyri. Úr hverju framleiddu skyrkílói koma ca. 4 kg. af mysu. Skyr- mysuframleiðsla þessa árs hefir því num- ið ca. 4.537.206 kg., eða sem svarar 378.100 fóðureiningum. Á sama tíma mun osta- mysa mjólkurbúanna hafa numið ca. 2.588.385 kg. umfram það, sem fór til mysu- ostagerðar, eða sem svarar 215.698 fóður- einingum. Þetta gerir því samtals 593.798 f. e. Með núverandi verðlagi, á fóðurblöndum hér í Reykjavík, mun láta nærri, að fóður- einingin kosti kr. 2.32, svo að með sama verðlagi ætti fóðurgildi mysunnar að nema kr. 1.377.611,36. Auk þessa má svo gera ráð fyrir, að óhjá- kvæmilega falli daglega til nokkuð af mjólk í mjólkurbúunum, sem ekki er hægt að nota til manneldis, en væri í fullu gildi til skepnufóðurs væru aðstæður fyrir hendi til að hagnýta hana á þann hátt. Hversu miklu þetta kann að nema, er ekki gott að áætla, en það, ásamt mislukkuðum vörum o. fl., mun áreiðanlega hækka áðurnefnda tölu upp í 1,5—2 millj. króna. Má af þessu sjá, að hér er um mikil verð- mæti að ræða, sem áreiðanlega borgar sig að hagnýta, sé hægt að finna þar til ein- hverjar hagkvæmar leiðir. Við hérlenda

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.