Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 24
70
FREYR
PÉTUR M. SIGURÐSSON
skrifar um:
Mjólk til fóðurs
Undanfarin ár hefir mjólkurframleiðslan
stöðugt farið vaxandi og með aukinni rækt-
un má búast við að svo verði áfram. Mun
þá brátt svo fara, sem raunar má þegar sjá,
að sölumöguleikar muni ekki fylgja fram-
leiðslunni og afsetningin því ekki verða svo
auðveld, sem verið hefir. Við það skapast
það vandamál að finna hvernig bezt og
hagkvæmast sá hluti mjólkurinnar verði
hagnýttur, sem umfram er sölumöguleik-
ana. Þann vanda verða framleiðendurnir
sjálfir að leysa, hér sem annars staðar, því
þeirra eru hagsmunirnir.
Þetta sama vandamál hefir skapast í öll-
um þeim landbúnaðarlöndum, er hafa
mjólkurframleiðslu sem eina aðalfram-
leiðslu — og alls staðar hefir vandinn verið
leystur á sama hátt, sem sé þann, að taka
umfram mjólkina og breyta henni í önnur
seljanleg verðmæti. Sú mjólk, sem hér er
átt við, er að sjálfsögðu undanrennan, þar
sem smjörfeitin er það verðmæt að erfitt
mundi að finna aðra möguleika fyrir hag-
nýtingu hennar heldur enn þá venjulegu.
í öðrum löndum hefir sá háttur verið
Ég vil því að lokum leyfa mér að bera
fram þá ósk, að réttir aðilar láti nú þeg-
ar fara fram athugun á því, hvort ekki sé
tímabært að hefja hér á landi, að ein-
hverju leyti, framleiðslu á jafnaðri mjólk,
bættri D og C vitamínum.
hafður á, að bændur hafa fengið undan-
rennuna senda heim aftur frá mjólkurbú-
unum, en þeir ríðan notað hana til fram-
leiðslu á kjöti, eggjum, fleski eða jafnvel
mjólk. Þessi hagnýting undanrennunnar
hefir þótt svo hagkvæm, að þeir bændur,
sem lengst eru komnir í búvísindum, telja
sig ekki geta án hennar verið, jafnvel þótt
þeir gætu fengið annan markað fyrir hana.
í Danmörku eru starfrækt mörg stór mjólk-
urbú, sem aðeins vinna feitina úr mjólk-
inni, en senda alla undanrennuna aftur
heim til bændanna. Danskir bændur telja
sig t. d. ekki geta framleitt samkeppnis-
hæft flesk á heimsmarkaðinn, nema þeir
hafi þessa mjólk.
Hér á landi hafa bændur lítið tileinkað
sér svínarækt, en þeir nota fóðurbæti
handa öðrum skepnum, og geta ekki án
hans verið — og handa svo til hverri
skepnu fá þeir ekki annan betri en mjólk-
ina.
Fóðurgildi mjólkur er miðað við, að í
eina fóðureiningu þurfi 3 kg. af nýmjólk,
6 kg af undanrennu eða 12 kg af mysu.
Vegna sinnar algildu næringarefna-sam-
setningar getur undanrennan komið á
móti flestum þeim fóðurblöndum, sem fá-
anlegar eru. Hún er mjög eggjahvítuauðug
— inniheldur um 200 gr. eggjahvítu á
hverja fóðureiningu — og hefir að geyma
öll þau eggjahvítusambönd (próteinsam-
bönd) sem með þarf til uppbyggingar lík-
amanum eða til afurða framleiðslu slíkra
efna. Þá inniheldur hún mörg verðmæt
sölt og vítamin, sem hafa lífrænt gildi, svo
sem B-bætiefnin, sem stuðla að örari og
auknum vexti ungviða.
Allir þekkja verðmæti undanrennunnar