Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 23

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 23
FREYR 69 Vitamín: 1000 g. af mjólk: A 1500—2000 einingar D 10—20 einingar C 15—22 mg. Thiamin (Bi) 0,4—0,5 mg. Riboflavin (B2) 1,5—1,8 mg. Meðalþörf á dag: 5000 einingar 450 einingar 75 mg. 1,2—2,0 mg. 1,8—2,1 mg. Af töflunni má ráða, að miðað við þarfir mannsins er mjólkin afar snauð af D-vita- míni, en einnig skortir mikið á, að nóg sé í henni af A og C vitamínum. Fengjum við nægjanlegt magn þessara vitamína í dag- legri fæðu okkar að öðru leyti, kæmi þetta ekki að sök, en um slíkt er ekki að ræða varðandi D og C vítamín. Auk lýsis og þorsklifrar, en hvorugt er hægt að telja daglega fæðu manna, eru það nokkrar fisktegundir, einkum síld og lax, sem innihalda talsvert magn af D vitamíni. Auk þess er eitthvert smámagn af þessu vitamíni í smjöri, nauta- og kinda- lifur og eggjum. Þess ber þó að geta í þessu sambandi, að fyrir þá, sem sólböð stunda, er sólarljósið þýðingarmikill D-vitamín- gjafi. Augljóst er því, að' skortur er á D vita- naíni í fæðu okkar, nema lýsi sé notað að staðaldri. Þekktur barnalæknir hér í Reykjavík hefir látið svo ummælt, að allt að 100% ungbarna hér fái meiri eða minni aðkenningu af beinkröm, Erlendis hefir mjólk verið bætt með D vitamíni um margra ára skeið. Algengast er að svo miklu magni af D vitamíni sé bætt við mjólkina, að 450 einingar verði í hverjum lítra. Síðan er mjólkin jöfnuð og er það gert til þess meðal annars að tryggja sem bezt dreifingu vitamínsins, því það er fituuppleysanlegt og fylgir mjólkur- fitunni. Upplýsingar um kostnað við að bæta D vitamíni í mjólk hefi ég aðeins frá Stokkhólmi, en þar nemur þessi kostnaður ásamt jöfnun mjólkurinnar um 4% af mjólkurverðinu. í okkar ávaxtasnauða og grænmetisfá- tæka landi eru kartöflur og rófur nálega okkar einu C vitamín-gjafar, en fullnægja þó hvergi nærri daglegri þörf okkar af því vitamíni, sérstaklega þar eð mikið af C vitamínmagninu fer forgörðum við geymslu og matreiðslu. Langir mjólkurflutningar og oft á tíðum lélegir mjólkurbrúsar (illa tinhúðaðir), og svo gerilsneyðingin sjálf, hefir það í för með sér, að mjólk, sem er annar helzti C vitamín gjafinn og inniheldur 15—22 mg af C vitamin í lítra, þegar hún kemur úr kúnni, hefir varla meira en helming þess magns þegar neytendur fá hana. Flestir kannast líka við hið svokallaða vorslen hér á landi, en álitið er að það or- sakist af C-vitamínsnauðri fæðu að vetr- inum. Aðferðin, við að auka C vitamínmagn mjólkurinnar, er einföld og kostnaðarlítil. Hreinni ascorbin-sýru er blandað saman við mjólkina, þannig að 75 mg verði í hverj- um lítra. Nauðsynlegt er að geyma slíka mjólk allvel kælda, ef C vitamínmagn hennar á að haldast nokkurn vegin óbreytt þar til hennar er neytt. Margir munu segja sem svo, að í slíkri dýrtíð sem nú er, sé það fásinna að ræða eitt eða annað, sem hafi í för með sér hækkað mjólkurverð, og er óneitanlega nokkuð til í því. En við verðum samt sem áður ætíð að hafa hugfast, að umfram allt ber að tryggja heilsu æskunnar sem bezt, og efast ég ekki um, að allir séu á einu máli um það. Það er óumdeilanlegt, að fæðan, sem völ er á hér á landi, fullnægir ekki D og C vitamínþörfum okkar, og verðum við því að gera sérstakar ráðstafanir til þess að afla okkur nægilegs magns af vitamínum. Þetta er hægt á ýmsa vegu, t. d. að nota lýsi daglega, borða ávexti og grænmeti, eða taka inn D og C vitamíntöflur að staðaldri 0. s. frv., en ég leyfi mér að staðhæfa, að tiltölulega fáir einstaklingar gera þetta. Aftur á móti neyta flestir mjólkur daglega og börn og unglingar y2—1 lítra dag hvern að jafnaði. Mjólkin er því bezt allra fæðu- tegunda til þess fallin, að þeim tilgangi verði náð, að sem flestir, og þá fyrst og fremst æskufólk, fái nægan dagskammt af þessum vitamínum.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.