Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 15

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 15
15 E R L E N T Af um það bil 19.000 dýra stofni í Skagerrak og Kattegat telja vísindamenn að um 10.000 selir hafi drepist úr víru- spestinni í sumar leið. Álitið er að alls hafi drepist um 18.000 selir í Norður-Evrópu. Seladauðinn byrjaði í apríl á eynni Anholt í Kattegat. Pestin breiddist síðan út bæði til norðurs og suðurs þegar leið á vorið og sumarið. Mestur varð seladauðinn í Kattegat og austanverðu Skagerrak. Auk þess herjaði vírusinn á Limfjorden, Vadehavet, þýsku Norðursjávarströndina, strendur Hollands og suðausturströnd Englands. Næstum helmingurinn af selunum sem drápust í Skagerrak og Kattegat voru úr sænskum látrum. Nú í vetrarbyrjun finnst aðeins stöku selur dauður þannig að pestin er að verða gengin yfir, trúlega vegna þess að selurinn hópast ekki eins mikið saman og á vorin og sumrin. Sænskir vísindamenn hafa undanfarið safnað blóðsýnis- hornum úr lifandi selum til að athuga hvort þeir hafi mynd- að mótefni eða ekki sýkst. Sterkur grunur leikur á því að villiminkur hafi borið vírusinn. Fjöldi minka var veiddur í sumar og niðurstöður sýna úr þeim væntanlegar fljótlega. Sömuleiðis hafa sænsku vísindamennirnir tekið sýni úr mörg hundruð dauðum selum. Þau er nú verið að greina. Helmingur sela- stofnsins drapst Skútahrauni 2 • 220 Hafnarfjörður • Sími: 555 6400 • Fax: 555 6401 Heimasíða: www.liquid-ice.is • Netfang: liquid-ice@liquid-ice.is Óskum útgerð og áhöfn til hamingju með endurbæturnar á skipinu ÞÓR HF-4 Um borð er ísþykknisvél frá Ískerfum. Ísþykkni tryggir gæðin alla leið!

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.