Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 39

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 39
39 Tillaga Japana um mjög hertar reglur um verslun með hrefnuaf- urðir fékk einungis fjörutíu og eitt atkvæði. Fimmtíu og fjórar þjóðir greiddu atkvæði gegn til- lögunni, fimm greiddu ekki at- kvæði og sex atkvæði voru dæmd ógild. Tillaga Japana um mjög hertar reglur um verslun með brydes- hvalsafurðir úr Suðurhöfum féll með fjörutíu og þremur atkvæð- um móti sextíu og þremur. Þrjár þjóðir greiddu ekki atkvæði og þrjú atkvæði voru dæmd ógild. Alls voru á ráðstefnunni tvö þúsund fulltrúar frá hundrað og sextíu þjóðum. Hver þjóð hafði aðeins eitt atkvæði. Á fyrri ráðstefnu í Nairobi fékk tillaga Norðmanna einfaldan meirihluta. Þá greiddu nokkrar þjóðir, sem eru með hvalveiðum, atkvæði gegn tillögu Japana. Til að mynda töldu Rússar að Japanir kæmu of mikið til móts við and- stæðingana, sem eru meðal annars Bandaríkin og Evrópusambandið, nýliðarnir í Austur-Evrópu með- taldir, Ástralía, Nýja-Sjáland og margar þjóðir í Suður-Ameríku, svo sem Mexíkó, Brasilía, Argent- ína og Chile. Norðmenn áhyggjufullir Talsmaður Norðmanna um hval- veiðar og sendiherra, Odd Gunn- ar Skagestad, er áhyggjufullur vegna hraðrar stækkunar hrefnu- stofnsins. „Hrefnan étur meiri fisk á norskum hafsvæðum en sem nemur öllum afla Norðmanna,“ segir hann í viðtali við IntraFish. Hann gerði strax í sumar Japön- um ljóst að hann vildi ekki koma of langt til móts við andstæðing- ana. Norðmenn hafa reynt það fyrr, án árangurs. „Japanir komu lengra til móts við andstæðingana en við til að reyna að afla sér fleiri meðat- kvæða. Ég undrast ekki úrslit at- kvæðagreiðslunnar. Mér þykir ólíklegt að þessi mál breytist mikið á næstunni. Ástandið verð- ur óbreytt, segir Skagestad. Verndunarsinnar segja ósatt Á Cites ráðstefnunni í Santiago sendu umhverfisverndarsamtökin IFAW (Internantional Fund for Animal Welfare) frá sér fréttatil- kynningu þess efnis að það væri stórhættulegt heilsunnar vegna að borða hvalkjöt. „Einfaldlega ósatt,“ segir Odd Gunnar Skagestad. „Hrefnan er eitt ómengaðasta og heilbrigðasta spendýr sem um ræðir.“ Hann segir ennfremur að til séu um 75 hvalategundir og menn séu hræddir um að óæskilega mikil eiturefni séu í fituvef nokkurra þeirra. „En menn verða að borða slíkt kjöt á hverjum degi í mörg hundruð ár áður til að veikjast,“ bætir hann við. „Hafragrautur verður líka eitur ef of mikið er borðað af honum. Aðalatriðið er að hvalkjöt er miklu heilnæmari fæða fyrir menn en til dæmis stórgripa-, kinda- og svínakjöt.“ Japanir vilja gráðugan hval feigan Á heimasíðu Nationen, www.nationen.no, segir frá því að japanskir vísindamenn hafi kom- ist að þeirri niðurstöðu að hvalir éti árlega fimm sinnum meiri fisk en sem nemur fiskneyslu allra þjóða heims, 250-440 milljónir tonna, og nauðsynlegt sé að auka hvalveiðar til að vernda matfisk- stofna í heimshöfunum. Árleg fiskneysla í heiminum er ekki talin ná 100 milljónum tonna (Norska manneldisráðið (NPK)). Stjórnvöld í Japan hyggjast nota niðurstöður vísindamann- anna til að telja fiskveiðiþjóðir á að samþykkja auknar hvalveiðar þegar Alþjóðlega hvalveiðiráðið kemur saman í London í sumar. Að öllum líkindum fá þeir stuðn- ing Norðmanna sem í mörg ár hafa talað fyrir auknum hrefnu- veiðum af sömu ástæðu. Samkvæmt New Scientist reyndist 70-90% af því sem var í maga hvalanna sem veiddir voru í japönsku rannsókninni vera ufsi, makríll og ansjósur, sem allt eru mikilvægar tegundir fyrir fisk- veiðar Japana. Andstæðingar hvalveiða hafa það til síns máls að hrefna, búr- hvalur og brydeshvalur éta nær einungis smákrabbadýr og smokkfisk. Hvalveiðar og fiskistofnar Á heimsráðstefnunni um alþjóðlega verslun með dýra- og plöntuteg- undir í útrýmingarhættu, Cites, sem haldin var í Santiago í Chile í nóv- ember 2002 greiddu fleiri atkvæði gegn verslun með hvalafurðir en á fyrri ráðstefnum. Verndunarsinnar óttast að hvalveiðiþjóðirnar muni fá stuðning frá löndum í Suður-Afríku. Þrátt fyrir það er hæpið að þær muni ná tilskildum meirihluta, tveimur þriðju.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.