Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 26

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 26
Æ G I S V I Ð TA L I Ð „Nei, ég hafði aldrei efasemdir um að taka þetta verkefni að mér. Við höfðum horft til þess að stækka Útgerðarfélagið og höfum í raun markvisst unnið í þá áttina. Til þess voru ýmsar leiðir, m.a. með því að félagið yrði hluti af stærri heild. Um mitt þetta ár náðist samkomulag við hluthafa Skagstrendings hf. um sameiningu Útgerðarfélagsins og Skagstrend- ings. Með kaupum Eimskipafélagsins á meirihluta hlutafjár í bæði Skagstrendingi og Haraldi Böðvars- syni varð niðurstaðan hins vegar sú að mynda nýtt svið eða félag innan Eimskipafélagsins sem byggði á þessum þremur rótgrónu félögum.“ - Sumir orða það svo að sem framkvæmdastjóri sjávarútvegssviðs Eimskipafélagsins haldir þú á einu af fjöreggi þjóðarinnar, enda hafi félagið yfir að ráða meira en 11% af úthlutuðum aflaheimildum. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að á mér, öðrum stjórnendum og öllu starfsfólki þessa félags hvílir sú ábyrgð að nýta þetta fjöregg þjóðarinnar eins vel og kostur er. En ég tel að það sem sjávarútvegssvið Eim- skipafélagsins kemur til með að fást við sé í grunn- inn það sama og við höfum verið að fást við hjá gömlu félögunum.“ Reynslan af ÚA Kannski hefði mátt búast við mikilli umræðu í þjóð- félaginu um kaup Eimskipafélagsins á meirihluta hlutabréfa í ÚA, Skagstrendingi og HB. Tæplega er þó hægt að segja að svo hafi verið. Vissulega hafa þó heyrst gagnrýnisraddir af vörum stjórnmálamanna, sem vara við því sem þeir kalla samþjöppun valds og peninga í sjávarútvegi, enda kunni hún að vera ávís- Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri ÚA og sjávarútvegssviðs Eimskipafélagsins: Stýrir stærsta sjávarútvegsfyrirtækinu Stærstu tíðindin í íslenskum sjávarútvegi á þessu ári eru ugglaust stofn- un sjávarútvegssviðs Eimskipafélags Íslands, sem undir sinni „regnhlíf“ hefur þrjú rótgróin sjávarútvegsfyrirtæki, Harald Böðvarsson hf. á Akra- nesi, Útgerðarfélag Akureyringa hf. á Akureyri og Skagstrending hf. á Skagaströnd. Hið nýja félag, sem fengið hefur nafnið Brimir, er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins með um 16 milljarða króna veltu og það hefur yfir að ráða rösklega 11% af úthlutuðum aflaheimildum. Starf- semin er því sem næst á öllum sviðum sjávarútvegsins og er hún á tíu stöðum á landinu. Í kjölfar þess að Eimskipafélagið keypti meirihluta hlutafjár í HB á haustdögum var tilkynnt að Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri ÚA, yrði jafnframt framkvæmdastjóri hins nýja sjáv- arútvegssviðs Eimskipafélagsins. Ægir ræddi við Guðbrand um tilurð nýja félagsins, helstu verkefni og framtíðina. „Ég sé fyrir mér aukna áherslu á vinnslu upp- sjávaraflans úti á sjó, þ.e. frystingu á loðnu og kolmunna og hugs- anlega flakavinnslu á síld.“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.