Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 17

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 17
17 M AT V Æ L A R A N N S Ó K N I R stór markaður muni opnast á komandi árum víðs vegar um Evrópu. Neysla í Evrópu er sem fyrr segir mest í Frakklandi en á eftir þeim koma Spánverjar og síðan Ítalir. Heimsframleiðsla á surimi var 580 þúsund tonn árið 1998 (mynd 2). Ísland og surimi Íslendingar hafa ekki framleitt surimi hingað til, en tilrauna- verksmiðja var sett upp hér á landi í kringum 1985 þar sem hvítfiskur var notaður sem hrá- efni. Niðurstaða tilraunarinnar á þeim tíma var að hráefnið væri of dýrt til að vinnslan væri arðbær. Vannýtt hráefni eins og uppsjáv- arfiskur hefur ekki verið notaður þar sem hin hefðbundna fram- leiðsluaðferð hefur ekki hentað fyrir feitan fisk. Framtíðin Vegna ofveiði á þeirri fiskitegund sem helst hefur verið notuð í surimivinnslu (Alaskaufsi) hefur það hráefni farið minnkandi og áhugi á að framleiða surimi úr öðrum fisktegundum hefur auk- ist. Í því sambandi hefur mikið verið horft til ódýrara hráefnis, t.d. uppsjávarfiska. Miklar rann- sóknir og prófanir hafa verið gerðar á því hvort hægt sé að nota t.d síld og makríl sem hugsanlegt hráefni í surimivinnslu en þrátt fyrir það er það hráefni lítið notað í dag. Framleiðsluvaran þykir ekki hafa nógu góða eiginleika vegna mikils fituinnihalds og dökks lits á vöðva og einnig eru stöðugleiki og heimtur lélegar. Fyrir um fjórum árum kom hins vegar fram ný aðferð til þess að framleiða próteinmassa sem bætti hefðbundnar aðferðir við að framleiða surimi. Þessi nýja að- ferð er líkleg til að bæta verulega nýtingu í hefðbundinni surimi- vinnslu en auk þess skapar hún einnig möguleika á vinnslu á surimi úr feitum fiskafurðum. Jafnframt benda niðurstöður til þess að mögulegt sé að nýta fryst hráefni til surimiframleiðslu með þessari aðferð. Eitt af þeim vanda- málum sem fylgir því að nota uppsjávarfisk sem hráefni í surimivinnslu er einmitt vertíðar- bundið og óstöðugt framboð. Af þeim sökum vilja framleiðendur gjarnan frysta hráefnið til að hægt sé að vinna úr því surimi allt árið. Ef vinnsla á surimi úr uppsjávar- Margrét Geirsdóttir.Harpa Hlynsdóttir. Mynd 1. Hefðbundin aðferð við að búa til surimi og surimiafurð (kamaboko). 1- fisk- urinn veiddur; 2- skorinn og hreinsaður; 3- flakað; 4- hakkað; 5- þvottur; 6- vatnið pressað úr; 7- saxað; 8- salti og kryddi bætt í; 9- síað; 10- mótað í kamaboko; 11- soðið (Lee, 1984).

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.