Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 34

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 34
34 E R L E N T Nýjar skipulagsreglur um verksmiðjutogara hvetja til stækkunar þeirra. Margir skipahönn- uðir eru þegar byrjaðir að senda frá sér teikn- ingar í samræmi við nýju reglurnar. Marin Teknikk í Álasundi í Noregi hefur að sögn Fiskaren hannað nýja gerð verksmiðju- togara sem knúðir eru bæði með rafmagni og díselolíu, sem getur lækkað eldsneytiskostnað verulega. „Norðursjávartogararnir eru þannig byggðir að þeir spara mikið eldsneyti með tvíhliða orkukerfi. Hins vegar kostar talsvert að breyta þeim,“ segir Richard K. Gjerde hjá Marin Teknikk. Með tilliti til olíuverðs álítur hann þó að breytingin muni verða fljót að borga sig. Horft til framtíðar Aðrar nýjungar sem Gjerde segir frá er nýr lofttæmibúnaður sem auðveldar bæði ferm- ingu og affermingu. Sérstök lína er fyrir fisk sem á að ísa. Marin Teknikk hefur verið átta mánuði að þróa nýjungarnar. Fyrirtækið hefur fengið mjög jákvæð viðbrögð frá útgerðum í grein- inni. Nýja skipið er 58,4 metra langt og 22 metra breitt. Í því er 900 rúmmetra tankrými með fimm tönkum af kældum sjó. Að auki er 100 rúmmetra fiskilest þannig að heildarrými nær 1000 rúmmetra hámarkinu. Aðalvél er 3.200 hestöfl og ganghraði 15 hnútar. Í skip- inu eru sjö eins manns káetur. „Við höfum leitast við að smíða gott skip með fyrsta flokks búnaði á hagstæðu verði og teljum að það muni svara kröfum framtíðar með lágmarkstilkostaði,“ segir Gjerde. Eldsneytissparnaður fiskiskipa Við Danmerkurströnd Skagerraks og í Oslófirði eru í ár ýmsar hlýsjávartegundir. Varla sést þorskur yfir 30 sm við strönd Svíþjóðar. Niðurstöður rannsókna haf- rannsóknaskipsins „G.M. Dannevig“ í haust eru býsna athyglisverðar. Nýjar tegundir „Síðustu þrettán árin höfum við fengið að meðaltali 13 þorska í net en í haust aðeins einn. Hins vegar höfum við bæði í austur- og vesturhluta Skagerraks fengið mikið af hlýsjávartegundum, til dæmis úfi (n. mulle; e. goatfish), sardínum, ansjósum og þang- makríl,“ segir leiðangursstjórinn, Jakob Gjøsæter, í viðtali við Fiskaren. Gjøsæter segir að stórþorskurinn fari út á dýpið þegar of heitt verður á grunnslóð. Það þarf þó ekki að vera neitt stóralvarlegt þótt lítið verði vart við einn árgang af þorski. !Eftir þörungafaraldurinn 1988 drápust öll þorskseiði á þessu svæði án þess að það hefði alvarleg- ar afleiðingar í langan tíma en verra er ef það endur- tekur sig vegna þess að sjórinn verður hlýrri. Staðbundnir stofnar Rannsóknirnar leiddu í ljós að þorskstofninn við Skagerrakströnd Noregs er að verulegu leyti stað- bundinn, en við strönd Svíþjóðar er sami stofninn og í Norðursjó. Hafrannsóknastöðin í Lysekil gaf fyrir stuttu út skýrslu um trollveiðar í Skagerrak og Kattegat, svo- nefnt „Þorskverkefni“. Henrik Svädeng, fiskifræðing- ur, segir það engan vafa að þorskstofninn við vestur- strönd Svíþjóðar sé við hættumörk. Auk þess er samsetning botnfisktegunda á svæðinu breytt. Fiskur yfir 30 sm sést varla og botnfiskteg- undir, sem eru lífríkinu mikilvægar, eru í sögulegu lágmarki. Nýliðun lúðu, ýsu og þorsks er þó góð, sem bendir til þess að ástæða minnkandi fiskigengdar sé ekki umhverfinu að kenna. Líkt og við Nýfundnaland Síðustu 30 árin hefur stærðarmunur fisksins stöðugt minnkað. Þróun veiðarfæra hefur valdið því að stærsti fiskurinn hefur veiðst mest. Seiðum fækkar og lífríki sjávarins verður fábreyttara. Svädeng líkir ástandinu við það sem gerðist við Nýfundnaland upp úr 1990. Í fyrra var aðeins veidd- ur helmingur þorskkvótans, 1.157 tonn af 2.300 tonnum. Fiskifræðingar segja að sókn í fiskistofna hafi tíu sinnum meiri áhrif á stofnstærðina en missterkir ár- gangar. Enda þótt nýliðun sé góð er stofninum hætt ef sóknin er mikil og stöðug. Of hlýtt fyrir þorskinn

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.