Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 37

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 37
37 N Ý T T F I S K I S K I P Þór HF-4 er systurskip Slétt- baks EA á Akureyri, smíðaður í Danmörku árið 1998. Skipið er 57,8 metra langt og 13,5 metra breitt. Burðargetan er 2000 brúttótonn. Aðalvél skipsins er af gerðinni Man B&W Alpha. Ágúst Sigurðsson, útgerðar- maður hjá Stálskipum, segir að ætlunin sé að selja Ými, en hann hefur að undanförnu verið í máln- ingu og klössun. Töluverðar endurbætur Gengið var frá samningi um kaup á Þór í sumarbyrjun, en síðan tók fjóra mánuði að breyta skipinu og koma fyrir nýjum tækjum. Ágúst segir að frystitækjum hafi verið breytt og sömuleiðis pökkunar- línu. Settur var niður nýr plötu- frystir frá Frystitækjum, sem er danskur af gerðinni DSIH-8/15. Gerðar voru endurbætur á mót- töku og sett ný ker frá Klaka. Ís- þykknivél frá Ískerfum var sett um borð og sömuleiðis sápu- kvoðutæki frá Novadan. Einnig var þar komið fyrir Sigmund sleppibúnaði sem og Furuno höf- uðlínumæli frá Brimrúnu. Þá var nýtt símkerfi sett um borð í skip- ið. Um 70 starfsmenn hjá Stálskipum Ágúst er bjartsýnn á útgerð Þórs, enda sé skipið gott og hafi ýmsa möguleika. Í áhöfn eru 26 manns. Áhöfnin á Rán fór á hið nýja skip og áhöfn Ýmis fór yfir á Rán. Skipstjóri Þórs er Gestur B. Sig- urðsson, sem áður var skipstjóri Ránar, og fyrsti stýrimaður og af- leysingaskipstjóri er Þorvaldur Svavarsson. Yfirvélstjóri er Sig- urður M. Jónsson. Í það heila segir Ágúst að um 70 manns starfi hjá Stálskipum. Ágúst segir að fyrirtækið hafi átt því láni að fagna að kjarni áhafna skipanna hafi verið lengi hjá Stál- skipum og það skipti miklu máli. Sjómenn og aðrir starfs- menn Stálskipa segir Ágúst að séu flestir búsettir á höfuðborgar- svæðinu. Nafnið á nýja skipinu, Þór HF- 4, er gamalgróið hjá Stálskipum. Fyrir nokkrum árum keypti fyrir- tækið skip með þessu nafni af Snorra Snorrasyni á Dalvík og gerði út um tíma. Þór HF-4 í Hafnarfjarðarhöfn. Mynd: Jón Sigurðsson Þór HF-4 reynist vel Þór HF-4, hinn nýi frystitogari Stálskipa hf. í Hafnarfirði, hefur nú þeg- ar farið í einn túr undir merkjum Stálskipa og gekk hann í stórum dráttum vel. Með kaupum á Þór eru Stálskip að endurnýja flota sinn, en fyrir gerir fyrirtækið út Ými HF-343 (smíðaður í Noregi árið 1988) og Rán HF-42 (smíðuð 1990).

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.