Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 50

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 50
50 F R Ó Ð L E I K U R O G S K E M M T U N K R O S S G Á TA N Grálúða er há og þykk og nokkuð langvaxin, mjög lík lúðu í vextinum. Haus hennar er fremur stór og kjaftur einnig. Tennur eru hvassar og neðri skoltur nær fram fyrir þann efri. Augun eru nokkuð stór, hreistur smátt en rákin greinileg og sveigist yfir eyruggum. Bakuggi er langur og byrjar rétt aftan við vinstra auga. Raufaruggi er langur og eyr- og kviðuggar eru í meðallagi og sporðurinn stór. Grálúðan er dökkgrá, dökkbrún eða rauðgrá á lit á hægri hlið en grá eða ljósrauðgrá á vinstri hliðinni sem snýr niður. Einnig eru til rauðgular eða jafnvel hvítar grálúður. Grálúðan getur orðið að minnsta kosti 120 cm löng og lengsta grálúða sem sést hefur hér við land mældist 122 cm og vóg 20 kg. Grálúðan verður kyn- þroska 9-12 ára. Heimkynni grálúðu eru í Norður-Atlanshafi og Barentshafi frá Svalbarða og Bjarnarey að Múrmansk og Nova Semlja með- fram Noregi suður til Björgvinjar og þaðan yfir til Færeyja og Íslands. Hún er við Grænland og við strendur Norður-Ameríku frá Norðaustur-Kanada suður til Nýja Skotlands. Hún finnst einnig í Kyrrahafinu frá Beringshafi til Norður-Japans. Við Ís- land finnst hún allt í kringum landið en þó sjaldgæfari undan Suðurlandi. Mestur afli fæst djúpt vestur af Látrabjargi en einnig fæst aflinn norður af Vestfjörðum og í kantinum norð- austan- og austanlands allt suður á sunnanverðan Færeyjar- hrygg. Grálúðan er botnfiskur sem heldur sig mest á leirbotni. Sjaldnast er hún grynnra en á 400 metra dýpi en flækist þó mikið upp um sjó. Hún flækist allt frá Íslandi til Barentshafs, Færeyja og Hjaltlands og frá Grænlandi til Íslands. Hrygning grálúðunnar á Íslandsmiðum fer einkum fram í mars, djúpt vestur af landinu á yfir 1000 metra dýpi. Egg og lirfur grálúðu eru sviflæg og eru seiðin um sjö cm löng þegar þau leita botns að lokinni breytingu frá svifseiði til botnseiðis. Eftir hrygningu halda fullorðnu grálúðurnar norður og austur á bóginn í ætisleit og í apríl og maí er hún djúpt undan Vest- fjörðum og í júní og júlí er hún á djúp- miðum norðanlands. Á haustin heldur hún svo aftur á hrygningarstöðvarnar. Grálúða hefur verið veidd hér við land frá því um 1960 en Íslendingar byrjuðu ekki veiðar fyrr en um 1977 og var afli okkar í hámarki árið 1989 þegar hann náði 58.497 tonnum. Síðustu árin hefur aflinn verið um 30 þúsund tonn og er megnið af honum veitt í botnvörpu og svolítið á línu. Grálúðan er flutt á erlenda markaði, ýmist ný og heil eða flökuð en einnig heilfryst eða flökuð og fryst. Kaupendur eru á Bretlandseyjum, í Frakklandi, Þýskalandi, Belgíu, Bandaríkj- unum, Japan og Tævan. Reinhardtius hippoglossoides Grálúða

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.