Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 33

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 33
33 S A G A V I TA N N A af þeim, teikningar og nýjar ljós- myndir. Heimildargildi bókar- innar um þennan merka þátt í siglingasögu landsins er því ótví- rætt. Í lok bókarinnar er fjallað um menningarsögulegt gildi vita á Íslandi. Þar segir m.a.: „Vitarnir sem fjallað er um í bók þessari eru flestir í eigu ríkisins og í um- sjá Siglingastofnunar Íslands en nokkrir innsiglingarvitar eru í eigu sveitarfélaga. Það ætti því að vera óvenjulega auðvelt að vinna að stefnumörkun um varðveislu vitamannvirkja sem nær öll eru í eigu og umsjá sama aðila og eru auk þess í notkun, enn sem kom- ið er að minnsta kosti. Vel mætti gera ráð fyrir þeim möguleika að ákveðnar gerðir vitabygginga verði friðaðar eða að öðrum kosti að farið verði með þær sem friðað- ar byggingar þegar Siglingastofn- un Íslands markar framtíðarstefnu um viðhald vita sinna sem gæti miðað að því að færa útlit ein- hverra vita til fyrra horfs þegar að viðhaldi þeirra kemur eins og þegar hefur verið gert við Dyr- hólaeyjarvita. Ekki svo að skilja að vitunum sé hætta búin heldur er friðun öllu frekar viðurkenning á menningarsögulegu og listrænu gildi þeirra.“ Víða leitað fanga Kristján Sveinsson, einn höfunda „Vitar á Íslandi“, segir að bókin hafi verið í vinnslu í um tvö ár og víða hafi verið leitað fanga. Hann segir að vissulega sé saga hér- lendra vita mjög merkileg og því tímabært að draga hana saman á einn stað. „Vitarnir hafa verið snar þáttur í að efla öryggi sjófar- enda og fiskimanna og því hafa þeir menningarsögulegt gildi,“ segir Kristján Sveinsson. Malarrifsviti á Snæ- fellsnesi, sem var byggður árið 1946, er rösklega 20 metra hár.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.