Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 46

Ægir - 01.11.2002, Blaðsíða 46
46 F I S K I R A N N S Ó K N I R Stóra-Bretland og alveg suður með vesturströnd Evrópu til Biscayaflóa. Hann er algengur í kringum Færeyjar og Ísland, meðfram austur- og vesturströnd Grænlands og við austurströnd Norður-Ameríku frá Nýfundna- landi að 40°N. Gaddakrabbinn finnst á dýpi allt niður á 800 m, en er algengastur á 80-200 metra dýpi. Hann lifir jafnt á hörðum og linum (mjúkum) botni, en er algengastur á grýttum botni. Líffræði og vistfræði gadda- krabbans í Norður-Atlantshafi er lítt þekkt þar sem hann lifir að mestu á miklu dýpi og hefur því ekki verið veiddur til nýtingar að ráði. Hann er algengur sem auka- afli t.d. við humar- og rækjuveið- ar ásamt netaveiðum ýmiskonar. Undanfarin ár hefur áhugi á nýt- ingu gaddakrabbans aukist til muna og rannsóknir á líffræði hans og tilraunaveiðar hafa verið gerðar í Finnmörku í Norður- Noregi, við austurströnd Græn- lands og við Nýfundnaland. Skjaldarlengd krabba Stærsta skjaldarlengd krabbans sem gefin er upp er nokkuð mis- munandi eftir heimildum. Þannig telur Squires (1990) að stærsta skjaldarlengdin sé 105 mm hjá hængum og 81 mm hjá hrygnum. Samkvæmt rannsókn á gaddakrabba við austurströnd Grænlands var mesta skjaldar- lengd 135 mm hjá hængum og 106 mm hjá hrygnum og Christi- ansen (1972) gefur upp mestu skjaldarlengd hjá hængum 145 mm. Hrygnurnar verða kynþroska við 37 mm skjaldarlengd og eggjastokkarnir gefa til kynna að 60% þeirra eru eggberandi á haustin. Í rannsókn á gadda- krabba í Finnmörku voru hrygn- ur álitnar kynþroska við skjaldar- lengd milli 55-66 mm og hængar við 51 mm. Hrygnur í þeirri rannsókn báru 5.400-14.200 egg. Tómir eggjasekkir benda til þess að eggin klekjist út á tímabilinu desember til mars. Æxlunarferli krabbans er um 24 mánuðir. Gaddakrabbinn makast þegar skelskipti eiga sér stað, en skel- skipti og mökun er á tímabilinu júní-ágúst (Hufthammer 1996). Hrognin klekjast svo út 18 mán- uðum síðar og eftir það er u.þ.b. 6 mánaða hvíldarstig. Gögnum safnað um gaddakrabba Hlutfall kynja gaddakrabbans er mismunandi þar sem hængarnir eru algengari en hrygnur. Í rann- sókn á gaddakrabba í nokkrum fjörðum í Austur-Finnmörku voru hængarnir 77% en hrygnur 23% og við austurströnd Græn- lands voru hængar 83% en hrygnur 17% (Woll og Kjerstad 1995). Fram til þessa hefur gaddakrabbinn lítt verið rannsak- aður við Ísland. Þær rannsóknir sem átt hafa sér stað hafa að mestu snúist um tilraunaveiðar í gildrur, en lítið að líffræði krabbans. Til þess að gera bragar- bót á þessu hefur frá árinu 1994 verið safnað gögnum um gadda- krabba í humarleiðöngrum Haf- rannsóknastofnunarinnar. Mark- mið þeirrar rannsókna er að meta dreifingu, þéttleika og stofnsam- setningu gaddakrabbans á humar- slóðinni. Fáar krabbategundir eru veiddar Af þeim 79 tegundum krabba sem tilheyra kóngakrabbaættinni (Lithodidae) er aðeins bein veiði á örfáum tegundum. Þrjár tegundir eru veiddar í Norður-Kyrrahafi og tvær tegundir við Argentínu og Chile. Gaddakrabbi og aðrar skyldar tegundir eru lítt nýttar í Norður-Atlantshafi, en áhugi fyr- ir veiðum hefur aukist. Tilraunir hafa verið gerðar til nýtingar gaddakrabbans við Noreg, Aust- ur-Grænland og Kanada sem lofa góðu hvað magnið varðar. Árið 1995 var gerð rannsókn á gadda- krabba við austurströnd Græn- lands m.t.t. nýtingarmöguleika (Woll og Kjerstad 1995). Þessar rannsóknir komu í kjölfar viða- mikilla rannsókna á snjókrabba við Vestur-Grænland. Auk snjókrabbans finnast fimm aðrar tegundir krabba við Græn- land og þóttu gadda- og tinda- krabbi þeirra áhugaverðastar til nýtingar. Mesta veiðin var á 150- 200 metra dýpi og flestar hrygn- ur fengust á dýpinu frá 101-200 metrum. Mest fékkst af krabban- um seint á haustin. Mesta kjöt- innihaldið var í krabbalöppunum á tímabilinu janúar-febrúar og október-nóvember, þannig að besta veiðitímabilið er seint á haustin og fram yfir áramót á dýpinu 100-200 metra. Gaddakrabbinn er lítt eða ekki nýttur Gaddakrabbinn sem veiðist við Ísland er algengur sem aukaafli í

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.