Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 8

Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 8
8 S A G A S A LT F I S K V E R K U N A R Síðastliðið sumar staðfesti Sól- veig Pétursdóttir, dómsmálaráð- herra, skipulagsskrá Saltfiskseturs Íslands og síðan hefur stjórn þess unnið að kappi við undirbúning málsins. Í stjórn setursins eru Einar Njálsson, bæjarstjóri í Grindavík, formaður, Björn Har- aldsson, Dagbjartur Einarsson, Guðmundur Einarsson og Petrína Baldursdótttir. Sýningarhús í byggingu Hugmyndin að Saltfisksetri Ís- lands kviknaði fyrir nokkrum árum og eins og margar aðrar góðar hugmyndir varð hún til yfir kaffibolla. Einar Njálsson, bæjar- stjóri í Grindavík, og Róbert Ragnarsson, ferðamálafulltrúi bæjarins, voru að velta vöngum yfir því hvaða leiðir væru færar til eflingar menningarlífs í bænum og koma honum enn frekar á kort ferðamanna. Þeir stöldruðu við saltfiskinn, enda hefur hann alla tíð gegnt mikilvægu hlutverki í atvinnuuppbyggingu í Grinda- vík. Róbert sendi þessa hugmynd inn til Nýsköpunarsjóðs og fékk lofsamlega dóma fyrir hugmynd- ina. Hjólin tóku fljótlega að snú- ast og í ljós kom að hugmyndin var raunhæf. Til samstarfs voru m.a. leidd framleiðslufyrirtæki og útflutningsfyrirtæki sem hafa sýnt málinu mikinn áhuga. Ljóst var að til þess að rúma viðamikla sýningu um saltfiskvinnslu á Ís- landi þyrfti rúmgott húsnæði. Til að byrja með var í þeim efnum horft til þess að nýta byggingu í eigu Grindavíkurbæjar sem áður hýsti áhaldahús bæjarins. Frá því var horft, bæði vegna þess að byggingin þótti ekki nægjanlega stór og einnig var staðsetningin ekki alveg nógu góð. Úr varð að útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Þorbjörn-Fiskanes lét Saltfisksetri Íslands eftir hluta af lóð fyrirtæk- isins á hafnarsvæðinu í Grindavík og þar eru nú hafnar framkvæmd- ir við byggingu sýningarskála fyrir starfsemina. Samstarf við ýmsa aðila „Það er rétt að við hjá Grindavík- urbæ áttum frumkvæðið að því að koma þessu máli af stað. Við rissuðum okkar hugmyndir upp á blað og heimsóttum síðan ýmsa aðila sem tengjast saltfiskvinnslu, bæði framleiðslufyrirtæki og SÍF. Einnig auglýstum við eftir áhugasömum aðilum sem kynnu að vilja taka þátt í slíku verk- efni,“ segir Einar Njálsson, bæjar- stjóri í Grindavík. Engu slíku safni hefur verið komið upp um saltfiskvinnslu á Íslandi, en eins og kunnugt er hefur af myndarskap verið byggt upp síldarminjasafn á Siglufirði þar sem síldveiðum og -vinnslu eru gerð skil. Einar segir að vissu- lega sé horft til frumkvæðis og dugs Siglfirðinga í þessum efnum og þeir hafi sýnt það og sannað að vel uppbyggt safn um sögu sjáv- arútvegs á Íslandi höfði sterkt til fólks. Það sama eigi að geta orðið uppi á teningnum varðandi safn um saltfiskvinnslu. Vel á annað hundrað milljónir króna „Þetta fer ágætlega af stað. Fram- kvæmdir við byggingu sýningar- hússins eru hafnar og búið er að hanna sýninguna sjálfa í grund- vallaratriðum. Af henni liggur fyrir módel, sem Björn G. Björns- son vann og hann mun hafa yfir- umsjón með því að setja upp sjálfa sýninguna. Við erum nokk- Saltfiskvinnslu á Íslandi verða gerð ítarleg skil í nýrri menningarstofnun: Saltfisksetur Íslands í Grindvík í burðarliðnum Grindvíkingar eru stórhuga. Þar í bæ hefur verið sett á stofn ný menn- ingarstofnun, Saltfisksetur Íslands, þar sem saltfiskurinn verður í önd- vegi. Saltfisksetrið er sjálfseignarstofnun og að henni standa Grindavík- urbær og fimmtán aðrir aðilar, fyrirtæki og einstaklingar. Það er engin tilviljun að Saltfisksetri Íslands er fundinn staður í Grindavík, enda er söguleg hefð fyrir mikilli saltfiskvinnslu í byggðarlaginu og óvíða stendur hún með jafn miklum blóma enn þann dag í dag. Saltfiskstúlkur á Akur- eyri taka til hendinni. Myndin hefur sennilega verið tekin skömmu fyrir aldamótin 1900. Mynd: Minjasafnið á Akureyri.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.