Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 16

Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 16
16 F R É T T I R Stígandi VE-77 Óskum útgerð og áhöfn til hamingju með nýja skipið. Netagerðin Höfði á Húsavík er rótgróið fyrirtæki þar í bæ sem hefur fyrst og fremst þjónað heimamarkaðnum, en einnig þjónustar fyrirtækið fleiri aðila. Áður var Höfði í eigin húsnæði á Suðurgarði, þar sem GPG-fisk- verkun er núna, en nú er fyrir- tækið í leiguhúsnæði, í svoköll- uðu Uggahúsi, sem er líka á hafn- arsvæðinu. „Við erum í alhliða netagerð, mest erum við í uppsetningu á nýjum veiðarfærum,“ segir Kári Páll Jónsson, framkvæmdastjóri Höfða. „Fyrst og fremst erum við að vinna fyrir útgerðaraðila hér á staðnum, en ég gæti trúað því að rúmlega þriðjungur starfseminnar í fyrra hafi verið fyrir báta og skip utan Húsavíkur,“ sagði Kári og nefndi að Höfði væri til dæmis með veiðarfæragerð fyrir rækju- frystitogarann sem til skamms tíma hét Húsvíkingur og var í eigu Fiskiðjusamlags Húsavíkur. „Þetta skip er gert út frá Noregi, að ég held undir rússnesku flaggi og er að veiðum á Flæmska hatt- inum,“ segir Kári. Kári hefur verið í netagerðinni síðustu fimmtán ár og segir hann að ýmislegt hafi breyst á þessum tíma, fyrst og fremst er viðvíkur þeim efnum sem eru í veiðarfær- unum Húsavík er stærsti mark- aður Höfða Í byrjun mars samþykkti Alþingi breytingu á lögum um lögskrán- ingu sjómanna sem herðir á kröf- um um að sjómenn sæki öryggis- fræðslunámskeið hjá Slysavarna- skóla sjómanna eða öðrum viður- kenndum aðila. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, er ánægður með hert ákvæði í lög- um um lögskráningu sjómanna. „Í gömlu lögunum var ákvæði um að sjómenn fengju sex mán- aða frest til þess að fara á öryggis- fræðslunámskeið frá einhverjum tilteknum tíma. Því miður kom í ljós að margir sinntu þessu ekki sem skyldi,“ sagði Sævar. Hags- munasamtök í sjávarútvegi, sjáv- arútvegsráðuneytið og Slysavarna- skóli sjómanna skoðuðu hvað unnt væri að gera til þess að bæta úr þessu og var niðurstaðan að leggja til hert lagaákvæði sem nú hefur verið staðfest af Alþingi. Lagabreyting um lögskráningu

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.