Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 28

Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 28
Æ G I S V I Ð TA L I Ð Gríðarleg stækkun flotans í kjölfar Valdimarsdóms Sjómannasamband Íslands hefur gagnrýnt það sem það kallar gegndarlausa stækkun fiskiskipaflotans og átelur stjórnvöld fyrir að grípa ekki í taumana. Árni M. Mathiesen segir að þetta mál tengist á vissan hátt umræðunni um framsal aflaheimilda. „Þótt maður beri vissulega virðingu fyrir Hæstarétti þá hefur Valdimarsdómurinn síst orðið til þess að hjálpa í þessum efnum. Þvert á móti hefur hann örugglega skapað fleiri vandamál en honum var ætlað að leysa. Fiskiskipaflotinn er alltaf að taka breytingum en það er augljóst að hann hefur stækkað frá því að þessi dómur féll, einkanlega hefur bátum með lítinn kvóta fjölgað. Það er vissulega erfitt við þessari þróun að gera þegar Hæstiréttur, ef svo má segja, grípur þarna inn í. Og óneitanlega er það heldur skrítið að við skulum vera eina þjóðin í okkar heimshluta sem ekki getur takmarkað aðgang að auðlindum hafsins með útgáfu veiðileyfa. Ég veit heldur ekki til þess að okk- ar stjórnarskrá sé frábrugðin stjórnarskrám ríkja við norðanvert Atlantshaf. Þvert á móti er hún byggð á sömu forsendum og aðrar stjórnarskrár í þessum heimshluta.“ Hvalamálið enn á dagskrá Þrátt fyrir skýran vilja Alþingis árið 1999 um að Ís- lendingar hefji aftur hvalveiðar, eru þær ekki enn í sjónmáli. Við berum einfaldlega þá spurningum upp við sjávarútvegsráðherra hvenær hvalveiðar hefjist aftur við Ísland? „Þetta er líklega sú spurning sem ég hef oftast komið mér undan að svara beint. Við erum að vinna eftir ályktun Alþingis frá árinu 1999 um að kynna stöðu okkar í þessu máli gagnvart helstu viðskipta- þjóðum. Fyrsta forsendan fyrir því að hefja hvalveið- ar, hvaða nafni sem þær nefnast, er að Ísland gerist aftur aðili að Alþjóðahvalveiðiráðinu. Fyrsta skrefið var stigið sl. sumar þegar við ákváðum að ganga inn í ráðið með fyrirvara gagnvart hvalveiðibanninu. Þess- um fyrirvara var eins og menn muna mótmælt mjög kröftuglega og fram fór atkvæðagreiðsla í ráðinu um hvort það gæti samþykkt eða hafnað fyrirvörum ein- stakra þjóða. Niðurstaðan var sú að Alþjóðahvalveiði- ráðið gæti hafnað fyrirvörum sem ríki geri og okkar fyrirvara var hafnað. Þetta var að gerast í fyrsta skipti og var ný túlkun á reglum ráðsins, sem við vorum mjög ósátt við. Frá síðasta ársfundi Alþjóðahvalveiði- ráðsins höfum við lagt í mikla vinnu við að fá viður- Það er enginn vafi í mínum huga að hval- veiðar og hvalaskoðun eru ekki andstæður.„Því má ekki gleyma að við höfum í mörg ár unnið að þessari endurskoðun kerfisins með m.a. Auðlindanefnd og Endurskoðunarnefnd og í allri þeirri vinnu hefur aukið frjálsræði verið grunntónn- inn. Mér finnst því ekki rétt að ákveða á síðustu metrum þessarar vinnu að gjörbreyta kerfinu með því að takmarka framsalið og kippa þannig grunninum undan töluvert stórum hópi manna í sjávar- útveginum,“ segir sjávarút- vegsráðherra m.a. í viðtalinu. Mynd: Óskar Þór Halldórsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.