Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 45

Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 45
45 N Ý T T S K I P Upphaflega var gert ráð fyrir 18 manns í áhöfn Stíganda, en eftir lenginguna er rými fyrir allt að 25 manns í áhöfn. Túnfiskveiðar ekki líklegar í ár Gert er ráð fyrir að skipið fari í sína fyrstu veiðiferð fyrrihluta aprílmánaðar, en eftir heimkom- una þurfti að ganga frá nokkrum minniháttar hlutum, m.a. frá- gangi aðgerðakerfis og tengingu ískerfis. „Skipið fer til að byrja með á bolfiskveiðar hér á heima- miðum og síðan verður að koma í ljós hvort við setjum aflann í gáma eða siglum með hann. Við verðum því í ferskfiskinum til að byrja með, en við höfum mögu- leika til þess að frysta um borð, enda er skipið hannað með tún- fiskveiði í huga. Frystigetan er um 12-15 tonn á sólarhring,“ segir Þorsteinn Viktorsson, fram- kvæmdastjóri Stíganda ehf. í Eyj- um. Þrátt fyrir að skipið sé búið til túnfiskveiða orðar Þorsteinn það svo að ekki sé margt í spilun- um sem gefi til kynna að skipið verði sent á túnfiskveiðar í ár. Þær veiðar hafi gengið illa á síð- ustu vertíð og aflinn þurfi að aukast til muna til þess að það hreinlega borgi sig að gera út á túnfiskinn. Þorsteinn segir að sá kvóti sem félagið hafi yfir að ráða, um 1300 þorskígildistonn, sé ekki nægi- legur fyrir svo öflugt skip allt fiskveiðiárið, en kvótinn ætti þó að duga fyrir skipið til loka yfir- standandi fiskveiðiárs. Heildarkostnaður um hálfur milljarður króna Eins og áður segir verður Guð- mann Magnússon skipstjóri á Stíganda. Fyrsti stýrimaður er Ægir Ármannsson og yfirvélstjóri Loftur Guðmundsson. Til að byrja með er reiknað með að fimmtán manns verði í áhöfn. „Ég tel að þegar upp er staðið séum við með gott skip í hönd- unum og það er ágætlega tækjum búið. Heildarkostnaður við smíð- ina er um 500 milljónir króna, sem ég tel vera gott verð fyrir svo öflugt skip, en hins vegar hefur verðið á smíðatímanum hækkað umtalsvert vegna gengisfalls krónunnar,“ segir Þorsteinn. „Út- gerð þessa skips leggst ágætlega í mig, ég vænti þess að við getum áfram spilað vel úr hlutunum eins Stígandi VE-77 Óskum útgerð og áhöfn hjartanlega til hamingju með nýtt skip! Um borð verða 460 ltr ker frá Sæplasti Sími 460 5000 - Fax 460 5001 - www.saeplast.com Stígandi VE-77 Óskum útgerð og áhöfn til hamingju með glæsilegt skip!

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.