Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 29

Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 29
29 Æ G I S V I Ð TA L I Ð kennda aðild með viðurkenndum fyrirvara við hval- veiðibannið. Ég er hóflega vongóður um að það tak- ist, en það kemur væntanlega í ljós á ársfundi Al- þjóðahvalveiðiráðsins í Japan í maí nk. Takist ekki að ná þessu fram eigum við aðeins þann valkost að ganga inn í ráðið án fyrirvara og það þýðir að við yrð- um í nákvæmlega sömu stöðu og þegar við gengum út úr ráðinu. Að mínu mati yrði það mun lakari kostur en við búum við í dag.“ Mikilvægur fundur í Japan í maí „Annað grundvallaratriði í þessu er viðskiptin með hvalaafurðir. Ég held að það hefði afar lítinn til- gang fyrir okkur að veiða hval án þess að það yrði tryggt að við gætum selt afurðirnar. Heimamarkað- urinn er sem kunnugt er lítill, en hins vegar heimil- uðu Japanir fyrir skömmu innflutning á hvalaafurð- um frá Noregi. Við höfum verið að vinna að því með Norðmönnum að þrýsta á Japani um kaup á hvalaaf- urðum og því var ákvörðun þeirra í þeim efnum ánægjuleg. Hins vegar ætla Japanir til að byrja með að kaupa mjög lítið magn af Norðmönnum, eða 100 tonn af kjöti á ári, en þetta er þó byrjunin og við get- um þess vegna verið nokkuð vongóð um að með tíð og tíma muni markaðurinn þar eystra stækka. En því er ekki að leyna að atburðarás í þessu máli er mjög hæg og það er alveg ljóst að á meðan niðurstaða næsta ársfundar Alþjóðahvalveiðiráðsins liggur ekki fyrir getum við ekki hafið hvalveiðar. Á meðan við erum ekki inni í ráðinu mega Japanir ekki kaupa af okkur kjöt og fyrr en þeir eru tilbúnir að kaupa af okkur umtalsvert magn af hvalkjöti eru veiðar til- gangslausar. En minn vilji í þessum efnum er alveg skýr, ég tel gríðarlega mikla nauðsyn fyrir okkur að hefja aftur hvalveiðar. Þar kemur tvennt til. Annars vegar er nauðsynlegt fyrir okkur að hafa meiri upp- lýsingar um lífríkið og þátt hvalanna í fæðupýramíd- anum. Hins vegar þurfum við að halda þannig á mál- um að við séum með sem sterkasta þjóðréttarlega stöðu og ég legg áherslu á að menn misstígi sig ekki á því sviði. Varðandi þjóðréttarlega stöðu höfum við vissulega misstigið okkur, til dæmis þegar við lögð- um ekki fram formleg mótmæli við hvalveiðibann- inu árið 1983. Það áttum við auðvitað að gera, en Alþingi komst að annarri niðurstöðu og þar munaði einu atkvæði. Ef málið hefði ekki farið í þennan far- veg, þá gætum við verið í sömu stöðu og Norðmenn og stundað löglegar hvalveiðar. Ef við þurfum að fara í Alþjóðahvalveiðiráðið án fyrirvara, þá verðum við að bíða eftir því að hvalveiðibanninu verði létt til þess að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni.“ - Það er því ljóst að fundurinn í Japan í maí er okkur gríðarlega mikilvægur varðandi hvalamálið? „Já, hann er okkur vissulega gríðarlega mikilvæg- ur og við höfum lagt í mikla vinna til þess að undir- búa hann og ná þar fram hagstæðri niðurstöðu fyrir okkur.“ - Verði niðurstaðan hagstæð fyrir Ísland, sérðu þá fyrir þér að hvalveiðar geti hafist strax á þessu ári? „Nei, það er alveg ljóst að það þarf lengri undir- búning til þess að hefja veiðar,“ segir sjávarútvegs- ráðherra. Hvalaskoðun og hvalveiðar eiga samleið Það er ljóst að hyldýpi er á milli sjónarmiða þeirra sem stunda hvalaskoðun sem atvinnugrein og þeirra sem hlynntir eru hvalveiðum við strendur landsins. Talsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja, í það minnsta sumir þeirra, telja að hvalaskoðun og hvalveiðar við Ísland fari alls ekki saman, en sjávarútvegsráðherra er á allt annarri skoðun. „Það er enginn vafi í mínum huga að þetta fer saman. Hvalaskoðun þar sem fyrst og fremst er verið að skoða hrefnur og einstaka hnúfubak er á tiltölulega afmörkuðum svæðum. Út af Snæfellsnesi sjá menn steypireyð og ég fullyrði að það er mjög langt í að menn fari að veiða þá tegund. Út af Reykjanesi er töluvert af smáhveli, sem reyndar eru ekki friðuð í dag, auk þess sem þar sjást einstaka hrefnur og hnúfubakar. Aðal hvalaslóðin fyrir stór- hvelin er djúpt suður og suðvestur af landinu og þar er engin hvalaskoðun. Auk þess eru menn ekki að skoða langreyðar og sandreyðar,“ segir Árni M. Mathiesen. ESB og sjávarútvegsstefnan Lengi hafa menn nefnt til sögunnar fiskveiðiauðlind- ina við landið sem rök gegn aðild Íslands að Evrópu- sambandinu. Það vakti því ekki litla athygli þegar utanríkisráðherra gaf til kynna fyrir nokkrum vikum að það kynni ef til vill að vera mögulegt að sætta sjónarmið fiskveiðistefnu ESB og hagsmuni Íslands varðandi fiskveiðiauðlindina. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lýst sig algjörlega andsnúinn aðild Íslands að ESB og ekki síst bent á fiskveiðimálin í þeim efnum og það hefur Davíð Oddsson, forsætisráðherra, ítrek- að í þessari umræðu. Sjávarútvegsráðherra gerir ekki athugasemd við nálgun Halldórs Ásgrímssonar, ut- anríkisráðherra, varðandi fiskveiðimálin og ESB. „Utanríkisráðherra hefur verið að ræða um hvernig mætti laga sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins að íslenskri aðild. Ég hef aldrei merkt annað í málflutn- ingi utanríkisráðherra en að hans útgangspunktur sé Að Eimskipafélagið sé farið að skilgreina sig sem sjávarútvegsfyrirtæki auk þess að vera fyrirtæki í kaupskipaútgerð og sjávar- útvegurinn verði þannig ein af undirstöð- um Eimskips, hlýtur að vera meiriháttar traustsyfirlýsing á íslenskan sjávarútveg og framtíð hans.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.