Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 12

Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 12
12 V E I Ð A R F Æ R I Umrætt flottroll er hannað af þeim Icedan-mönnum í samvinnu við útgerðarmenn og skipstjóra hér heima og norska fyrirtækið Selstad A.S., sem á 40% hlut í Icedan. „Við höfum fengið já- kvæðar undirtektir með þetta nýja troll sem við höfum kallað Títan trollið. Jákvæð reynsla fékkst af notkun trollsins um borð í Sléttbaki og aðrir hafa fylgst vel með gangi skipsins. Trollið kom inn frekar seint á síð- ustu vertíð þannig að við erum spenntir að fylgjast með hvernig til tekst á þessari vertíð,“ segir Ólafur. Icedan framleiðir ekki bara flottroll. Fyrirtækið hefur hannað og framleitt rækjutroll og ýmsar tegundir fiskitrolla, sem hafa reynst vel hér á landi og einnig á erlendum skipum. Sömuleiðis hefur Icedan haslað sér völl í hönnun og framleiðslu kolmunna-, loðnu- og síldartrolla Eitt slíkt var sett um borð í Þor- stein EA, skip Samherja hf., og var reynslan af því mjög góð. „Uppsjávartegundirnar eru spennandi og við erum enn í þró- unarferli með okkar vörur inná þann markað,“ segir Ólafur. Nálægð við viðskiptavinina Icedan ehf. hefur starfsstöðvar á fjórum stöðum hér innanlands, auk þess að eiga 80% í dótturfyr- irtæki í St. John’s í Kanada. Starfsmenn eru á milli 40 og 50. Fyrirtækið hóf starfsemi árið 1992 með innflutningi á veiðar- færum og þjónustu við skip og útgerðir. Á þeim tíu árum sem síðan eru liðin hefur fyrirtækið vaxið hröðum skrefum og er orðið eitt af þeim stærstu á sínu sviði á landinu. Auk þess að flytja inn veiðarfæri og annast þjónustu við skip og útgerðir hannar Icedan og framleiðir veiðarfæri og veitir viðskiptavinum sínum þannig heildarlausn. Eins og áður segir er Icedan með fjórar starfsstöðvar hér á landi. Auk höfuðstöðvanna að Ós- eyrarbraut 4 í Hafnarfirði er fyrir- tækið með starfsstöðvar á Akur- eyri og í Þorlákshöfn og síðast festi Icedan kaup á Norðurneti á Sauðárkróki og rekur þar nú starfsstöð undir sínu nafni. Ólafur segir það engan vafa í sínum huga að styrkur fyrirtækis- ins sé ekki síst fólginn í því að vera með þessar starfsstöðvar úti á landi. Það veiti meiri nálægð og persónulegri tengsl við viðskipta- vinina. „Ég skynja að sú þjónusta sem starfsstöðvarnar okkar út um land er að veita er mjög mikilvæg fyrir fyrirtækið og viðskiptavin- irnir kunna vel að meta að hafa hana nær sér og fá þannig per- sónulega þjónustu heimamanna,“ segir Ólafur. Þjónusta út um allt land Í höfuðstöðvunum í Hafnarfirði er auk alhliða veiðarfæragerðar fullkomið flottrollsverkstæði þar sem bæði er unnið að því að setja upp ný flottroll og gera við eldri. Einnig er þar veitt þjónusta við rokkhopperlengjur. Þá er í Hafn- arfirði víraverkstæði sem veitir al- hliða víraþjónustu, þ.m.t. krana- víraþjónustu. Á Akureyri er fullkomin veið- arfæragerð og verslun. Áður var þessi starfsstöð rekin af Útgerðar- félagi Akureyringa og því er grunnur hennar sterkur. Á Akur- eyri er megináherslan lögð á fiski- og rækjutroll, bæði uppsetningu nýrra trolla og viðgerðir. En einnig eru þar sett upp flottroll, veitt þjónusta við rokkhopper- lengjur auk víraverkstæðis. Í Þorlákshöfn er alhliða veiðar- færagerð og verslun sem hefur náð góðri fótfestu. Þar er áhersla lögð á uppsetningu og viðgerðir á snurvoðum og humar- og fiski- trollum, auk þjónustu við þorska- net. Einnig er þar veitt þjónusta við rokkhopperlengjur auk víra- þjónustu. Nýjasta starfsstöðin á Sauðárkróki Í nóvember á síðasta ári keypti Icedan rekstur Norðurnets á Sauðárkróki og hefur síðan rekið Umsvif Icedan ehf. vaxa hröðum skrefum: Fylgst með flottrollunum „Þessa dagana leggjum við mikla áherslu á flottrollin okkar sem við hugsum sérstaklega fyrir úthafskarfaveiðarnar,“ segir Ólafur Steinars- son, framkvæmdastjóri Icedan ehf. „Fyrsta trollið fór um borð í Slétt- bak EA í fyrra og núna erum við að afhenda þrjú flottroll. Eitt þeirra fer um borð í rússneska togarann Lida um miðjan apríl, annað í Mánaberg ÓF, frystiskip Þormóðs ramma-Sæbergs, og síðan má segja að síðari helmingur flottrolls fari um borð í Málmey SK, togara Fiskiðjunnar- Skagfirðings á Sauðárkróki, en þeir fengu hluta trollsins í fyrra.“ 4.265 m Skrifstofa Vöruhús á 1stu hæð Geymsla Netagerð 2 hæð Umferð um höfn 130 m /lengd18 m breidd Troll tekin beint inn í hús 2 „Við eigum okkur draum um að byggja upp alvöru aðstöðu í Hafnarfirði í framtíð- inni á nýju svæði sem verið er að fylla upp,“ segir framkvæmdastjóri ICEDAN.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.