Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 22
22
„Vísindamenn Hafrannsókna-
stofnunarinnar staðhæfa að hvalir
í Norður-Atlantshafi éti yfir 2
milljónir tonna af fiskmeti á ári
og þar af töluvert af þorski. Til-
lögur þeirra gera ráð fyrir veiðum
á 250 hrefnum og 100 langreyð-
um árlega. Jóhann Sigurjónsson
forstjóri Hafró sagði fyrir ekki
löngu í blaðaviðtali að veiðar á
250 hrefnum, úr stofni sem teldi
58-70.000 dýr, hefði engin áhrif á
stofninn, „þetta væri eins og
dropi í hafið“ var haft eftir hon-
um. Að því slepptu að stofnarnir
þoli veiðar er ekki þar með sagt
að veiðarnar komi til með að
skapa þau verðmæti sem sumir
halda fram. Samkvæmt alþjóða-
lögum er öll verslun og viðskipti
með afurðir af hvölum nú bönn-
uð. Hugsanlegt er að hrefnan
verði flutt niður um flokk innan
CITES þannig að hægt verði að
selja afurðirnar. Ég sé ekki margt
benda til þess að langreyður verði
flutt niður um flokk í náinni
framtíð og því er alls óvíst hvort
hægt verði að veiða þær á kom-
andi árum. Meðan allur útflutn-
ingur á hvalaafurðum er bannaður
og ekkert liggur fyrir um að veið-
ar á langreyðum verði samþykkt-
ar af Alþjóðahvalveiðiráðinu get
ég ekki séð að hvalveiðar muni
skapa þau verðmæti sem haldið
hefur verið fram,“ segir Ásbjörn
Þ. Björgvinsson.
Miklar tekjur af hvalaskoðun
Í þessari umræðu er Ásbjörn
ósáttur við hversu lítið menn geri
úr gildi hvalaskoðunar fyrir hér-
lenda ferðaþjónustu, sem hann
segir að hafi vaxið hraðar en
nokkur annar þáttur í ferðaþjón-
ustunni. „Í þessu sambandi er
vert að benda á þá staðreynd að
ýmsir erlendir vísindamenn og
hvalaskoðunarsérfræðingar hafa
lýst því yfir að Ísland sé einn
besti hvalaskoðunarstaður í heimi
og vöxtur sé fyrirsjáanlegur í
þessari grein ferðaþjónustunnar á
komandi árum. Lausleg saman-
tekt á efnahagslegu gildi hvala-
skoðunarferðamennsku fyrir þjóð-
arbúið bendir til að beinar tekjur
Lengi hefur verið í umræðunni að hefja beri hvalveiðar hér við land á
nýjan leik og í ljósi þess að vilji Alþingis í þeim efnum liggur fyrir og
ráðherrar hafa gefið sterkt til kynna að veiðar verði hafnar áður en
langt um líður, virðist mega ætla að meiri líkur séu en minni á því að
hvalveiðar hefjist á ný áður en langt um líður. Ásbjörn Þ. Björgvinsson,
forstöðumaður Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík, segir að algengasta
röksemdin fyrir því að hefja hvalveiðar á ný hafi verið sú að það verði
að veiða hvalina áður en þeir éti okkur út á gaddinn.
Skiptar skoðanir um hvort hvalaskoðun og hvalveiðar eiga samleið:
Tel tímabært að tekið sé
mark á þessari atvinnugrein
- segir Ásbjörn Björgvinsson, forstöðumaður Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík
Bátafloti Norðursiglingar á
Húsavík. Þar á bæ gerðu
menn upp þessa fallegu eik-
arbáta og hafa notað í
hvalaskoðunina. Hörður Sig-
urbjarnarson, framkvæmda-
stjóri Norðursiglingar, segir
að fyrirtækið hafi alltaf lagt
mikla áherslu á að varðveita
þessa gömlu og fallegu báta.
Myndir: Norðursigling.