Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 14

Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 14
14 Y F I R K A F F I B O L L A N U M Um áramótin tók Árni við stjórn Farmanna- og fiskimanna- sambandsins og nú er hann með annan fótinn í höfuðborginni og hinn norður á Akureyri. Ægir heilsaði upp á Árna á skrifstofu sambandsins við Borgartún í Reykjavík. Þetta var einn sól- bjartan dag í mars og þegar Ægir bar upp þá spurningu hvernig Árna líkaði þetta nýja starf, horfði hann dreymandi út um gluggann þar sem við blasti speg- ilsléttur hafsflöturinn og hafði orð á því að í svona veðri ætti betur við sig að vera á ýsuveiðum! Á sjónum á fjórða áratug Árni Bjarnason fékk sjávarseltuna með móðurmjólkinni, ef svo má að orði komast, og á fjórða áratug hefur hann stundað sjóinn, nú síðast á Akureyrinni EA. Það hljóta því að vera mikil umskipti að koma í land. „Það gildir það sama um sjómennskuna og önnur störf að maður fær nóg með tím- anum og eftir langa brælutúra óskaði maður sér þess stundum að prófa eitthvað annað. Ég hafði lengi tekið þátt í félagsmálum, til dæmis var ég kornungur þegar ég fyrst fór í stjórn Skipstjóra- og stýrimannafélags Norðlendinga, og því má kannski segja að það hafi ekki komið eins og þruma úr heiðskýru lofti þegar ég bauð mig fram til forystu í Farmanna- og fiskimannasambandinu,“ sagði Árni. Í mörg horn að líta Forysta í sjómannasamtökum er fjölbreytt starf og í mörg horn er að líta. Spurningin er sú í hverju starf forseta Farmanna- og fiski- mannasambandsins felist? „Ég er ennþá að reyna að skilgreina það,“ svarar Árni hugsi. „Það má kannski skipta þessu í nokkra þætti. Maður er töluvert mikið á fundum í hinum aðskiljanlegustu nefndum og ráðum. Til manns er mikið leitað varðandi það að skrifa eitthvað eða koma fram og halda tölu af einhverju tilefni. Frá áramótum hef ég fengið allskyns beiðnir um slíkt, t.d. hef ég verið beðinn að flytja predikun í guðs- þjónustu og tækifærisræðu á árs- hátíð hjá nemum í Stýrimanna- skólanum. Síðan felst starfið mik- ið í því að vera í símanum og svara ýmsum fyrirspurnum frá fé- lagsmönnum. Félagsmenn og aðr- ir koma líka hingað og hund- skamma mann eða lýsa yfir stuðn- ingi við það sem maður hefur ver- ið að segja eða gera,“ segir Árni Árni er lipur penni og ófeim- inn að setja fram skoðanir sínar á prenti. Svo var reyndar löngu áður en hann settist í stól forseta Farmanna- og fiskimannaasam- bandsins. Oft er Árni lúmskhæð- inn í greinum sínum, enda er hann mikill húmoristi inn við beinið. „Mér finnst ekki óeðlilegt að maður lendi í þeirri stöðu að þurfa að tjá sig á prenti um ýmis- legt er lýtur að sjávarútveginum og hagsmunamálum minna um- bjóðenda,“ segir Árni. Bætt samskipti sjómannasamtakanna Það er óneitanlega töluvert annað mál að standa í brúnni á frysti- skipi vestur á Halamiðum en að standa vaktina á skrifstofu Far- manna- og fiskimannasambands- ins. Forseti FFSÍ segir að því sé ekki leyna að oft taki á taugarnar að eiga samskipti með ýmis mál við kerfið og þar sé „sniglahraði“ nokkuð áberandi. Árni játar því að hann hafi lagt sig fram um að bæta samskipti sjómannasamtakanna, en í að- draganda síðustu kjarasamninga sjómanna var fjarri því að sjó- mannaforystan kæmi fram sem Af hverju í ósköpunum ætti ég að vera málpípa stórútgerðarinnar? - spyr Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands Akureyringurinn Árni Bjarnason var kjörinn forseti Farmanna- og fiski- mannasambandsins seint á síðasta ári. Töluverður hávaði var í kringum kjör hans, Árni hafði gagnrýnt vinnubrögð sambandsins og taldi það vera að einangrast í umræðunni innan sjómannasamtakanna. Einnig hafði Árni í aðdraganda formannskjörs í Farmanna- og fiskimannasam- bandinu gagnrýnt að þáverandi formaður, Grétar Mar Jónsson, bland- aði pólitík of mikið inn í störf sambandsins, en Grétar Mar hafði starf- að með Frjálslynda flokknum og tekið harða afstöðu gegn núgildandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Texti og mynd: Óskar Þór Halldórsson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.