Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 15

Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 15
15 einn maður. „Ég get alveg viður- kennt það að mér finnst algjört grundvallarmál að samskipti sjó- mannasamtakanna séu í lag. Þó svo að menn hafi ekki gengið samstíga til verka fyrir síðustu kjarasamninga, þá verða menn að ýta þeim ágreiningi til hliðar og vera samstíga. Það hlýtur að vera heildinni til framdráttar.“ Stórútgerðin ekki það eina rétta Áður en Árni Bjarnason var kjör- inn formaður Farmanna- og fiski- mannasambandsins héldu margir andstæðingar hans því fram að hann væri fulltrúi stórútgerðar- innar í landinu og töldu hann tengjast um of Samherja hf. „Ég vissi að ég gæti átt von á slíkri andstöðu. En ég spyr sjálfan mig að því hvers vegna í ósköpunum ég ætti að væri málpípa stórút- gerðarinnar eða ákveðins fyrir- tækis? Telja menn að ég skuldi fyrrverandi vinnuveitanda mínum eitthvað? Hver ættu rökin fyrir því að vera?“ spyr Árni. Árni sagði það mikinn mis- skilning að hann teldi að rekstrar- form stórútgerðarinnar væri það eina rétta. Þvert á móti benti margt til þess að útgerðin yrði að vera á breiðari grunni. „Helsta nýjabrumið í þessu og þar sem menn eru að gera hlutina vel eru einyrkjar sem hafa ekki mikinn kvóta en sérhæfa sig og ná þannig miklu út úr því sem þeir eru að gera,“ sagði Árni. FFSÍ starfi óháð pólitíkinni „Mér hefur fundist það hafa ein- kennt Farmanna- og fiskimanna- sambandið undanfarin ár að blanda pólitíkinni of mikið inn í starf þess. Við erum með kjara- samning sem okkur er gert að vinna eftir hvort sem hann er réttlátur eða umhverfið réttlátt eða óréttlátt. Hvað sem manni finnst um kerfið sem slíkt, þá hlýtur að vera útgangspunkturinn að menn haldi réttindum sínum gagnvart gildandi kjarasamning- um. Ég bendi á að í lögum um Farmanna- og fiskimannasam- bandið segir orðrétt að það skuli starfa „á jafnréttisgrundvelli óháð pólitískum stefnum og stjórn- málaflokkum.“ Þetta er sem sagt í lögum FFSÍ og mér finnst nokk- uð einsýnt að öllum sem stjórna sambandinu beri að starfa eftir þeim. Hitt er svo annað mál að mönnum er auðvitað frjálst að hafa sínar pólitísku skoðanir á öll- um hlutum, en þær eiga ekki að blandast inn í stjórnun samtaka sjómanna eins og FFSÍ.“ Forsetinn syðra - fjölskyldan nyrðra - Áttu von á því að verða lengi í þessu starfi? „Ég treysti mér ekki til þess að svara því. Ég veit ekki hvernig ég verð stemmdur eftir tvö ár. Eftir þriggja mánaða starf er ég langt því frá búinn að bíta það í mig að þetta sé eitthvað sem ég verð í næstu árin. Hins vegar er alltof snemmt að segja til um það. Maður er að læra eitthvað nýtt á hverjum degi og fær smám saman meiri tilfinningu fyrir starfinu,“ segir Árni. Starfi forseta Farmanna- og fiskimannasambandsins sinnir Árni dags daglega í Reykjavík, en fjölskylda hans er á Akureyri. Árni viðurkennir að til lengdar sé það ekki góður kostur. Spurning- unni um hvort unnt sé að sinna forsetastarfinu frá Akureyri segir Árni að á því séu ýmsir annmark- ar. Fundir í ýmsum nefnum séu langflestir í Reykjavík, en hins vegar sé unnt að leysa ýmiskonar skrifstofustörf í gegnum tölvu og þá gildi einu hvort tölvan sé stað- sett nyrðra eða syðra. Árni segist vera flesta virka daga á skrifstofu Farmanna- og fiskimannasam- bandsins fyrir sunnan, en reyni að fara norður um flestar helgar. Aftur á sjóinn? - Geturðu ímyndað þér að þú eig- ir eftir að fara aftur á sjóinn? „Já, kannski af því veðrið er svo gott í dag,“ sagði Árni og brosti. „Góður vinur minn sagði við mig um daginn þegar veðrið var svona gott og ég var eitthvað að væla um að kannski væri best að drífa sig aftur á sjóinn, að ég ætti að rifja upp þegar ég var með í mag- anum heima og kveið fyrir því að fara út á sjó. Það var nokkuð til í þessu hjá honum. En reyndar er ég búinn að leggja inn pöntun um að fara einn túr með einu af skipum Eimskipafélagsins eitt- hvað austur á firði. Félagar í Far- manna- og fiskimannasamband- inu eru ekki bara að veiða fisk, eins og oft mætti halda af um- ræðunni um kvóta og fiskveiði- stjórnun, þeir eru líka um borð í kaupskipunum og þess vegna finnst mér nauðsynlegt að kynn- ast þeirra aðstæðum betur með því að fara með þeim í einn túr og það mun ég gera við tæki- færi,“ segir Árni Bjarnason. „Eftir þriggja mánaða starf er ég langt því frá búinn að bíta það í mig að þetta sé eitthvað sem ég verð í næstu árin. Hins vegar er alltof snemmt að segja til um það. Maður er að læra eitthvað nýtt á hverjum degi og fær smám saman meiri tilfinningu fyrir starfinu,“ segir Árni Bjarnason m.a. í viðtali við Ægi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.