Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 19

Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 19
19 M AT V Æ L A I Ð N A Ð U R Algengasta notkunin á timbri í matvælaiðnaði er í brettum og límtré í byggingar (mynd 1). Ein er þó sú tegund matvælagerðar þar sem tré hefur verið og er enn mikið notað en það er íspinna- gerð. Þar er verið að leita eftir ákveðnum kostum en efnið sem best er að nota í íspinna þarf að vera sterkt, fara vel í munni og má ekki gefa bragð. Þar fyrir utan er timbur einangrandi og tefur fyrir bráðnun íssins. Þetta dæmi stingur dálítið í stúf við þær full- yrðingar, sem áðurnefndar reglu- gerðir byggja margar á, að timbur sé óhæft til notkunar í matvæla- vinnslu í hvaða formi sem er, án tillits til gerðar og eiginleika þess. Niðurstöður úr norrænu verk- efni, sem Rf er m.a. þátttakandi í, munu vonandi varpa ljósi á það hvort reglugerðir þær er banna notkun timburs í matvælaiðnaði eigi rétt á sér eða ekki. Hver svo sem endanleg niðurstaða verður þá mun hún a.m.k. verða byggð á vísindalegum rannsóknum. Verkefnið er unnið í norrænni samvinnu og er þátttaka Rf að hluta til styrkt af Norræna Iðn- þróunarsjóðnum. Það er einnig unnið í góðri samvinnu við ýmsa framleiðendur og notendur á timbri (Límtré hf, Samskip, BYKO, Aðföng, Skinney-Þinga- nes og SÍF). Fiskistofa, sem hefur eftirlit með fiskvinnslu þar sem enn er töluvert um notkun á timbri, er einnig aðili að verkefn- inu. Niðurstöðurnar eru að hluta til ætlaðar til stuðnings eftirlits- kerfinu þegar verið er að beita reglugerðarákvæðum. Reglugerð- ir undanfarinna ára hafa haft þær afleiðingar að nú er tré lítið notað í beinni snertingu við matvæli og þá hafa alþjóðlegar kröfur um hreinlæti í matvælaiðnaði haft sömu áhrif. Plast, málmar og önnur efni, sem draga síður í sig raka, eru nú mun meira áberandi í þeim flötum og í beinni snert- ingu við matvæli. Þrátt fyrir það er á Norðurlöndunun enn notað umtalsvert magn af timbri í um- búðir og bretti fyrir matvælaiðn- aðinn. Notkunin í Svíþjóð, Dan- mörku og Noregi er þannig um 200.000 m3 á ári. Við þetta bæt- ist það timbur sem notað er í byggingar, innréttingar o.þ.h. Notkun timburs í matvælaiðnaði Timbur hefur verið notað öldum saman við verkun, geymslu og fram- leiðslu á matvælum. Í fiskvinnslu, sem og í öðrum matvælaiðnaði á Ís- landi, er enn notað töluvert af timbri í vinnsluferlum, í byggingarefn- um og við flutning matvæla. Á undanförnum árum og áratugum hafa hins vegar ýmsar reglugerðir verið settar sem banna notkun á timbri í tengslum við matvælavinnsluferla, án þess að fullnægjandi vísindaleg rök hafi verið færð fyrir þessum ákvörðunum, en reglugerðir ættu þó helst að byggjast á niðurstöðum úr tilraunum en ekki á tilfinningum. Birna Guðbjörnsdóttir Mynd 1. Algeng notkun á timbri í matvælaiðnaði Sigurjón Arason Höfundar eru starfsmenn Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.