Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 38
Á síðasta ári öfluðu norskir frí-
stundasjómenn fyrir 214,5 milljón-
ir ÍSK. Það er atvinnusjómönnum
mikill þyrnir í augum að sjómenn á
eftirlaunum, fiskeftirlitsmenn og
öryrkjar skuli stunda þessar veiðar
og þeir vilja stöðva þær.
Heildarafli frístundasjómann-
anna nam 1.500 tonnum eða um
1,6 kg af fiski á hvert heimili í
landinu. Rúmlega 940 tonn aflans
var þorskur að verðmæti tæpar 194
milljónir ÍSK. Annar fiskur gerði
20,5 milljónir ÍSK.
Fyrstu tvo mánuði þessa árs var
aflaverðmæti frístundasjómannanna
að meðaltali um 285 þúsund ÍSK á
dag. Þorskur var 90% aflans. Þetta
er aðeins skráður afli. Til viðbótar
kemur fiskur sem frístundasjó-
mennirnir taka til eigin nota.
Viðbrögð atvinnusjómanna
Þessar aflatölur kalla fram viðbrögð
hjá fleiri og fleiri atvinnusjómönn-
um sem þykir frá sér tekið með því
að leyfa þessar veiðar til tekjuauka
fyrir þá hópa sem hér að ofan voru
nefndir. Atvinnusjómaður, sem
ekki vill láta nafns síns getið við
Fiskaren, segist þekkja marga sem
hafi þetta tómstundagaman sem
fastar tekjur til viðbótar ellilífeyris
eða örorkubóta og Fisksölusamlagið
leggi blessun sína yfir það og skrái
þá sem fiskseljendur; þannig sé frí-
stundasjómennskan í reynd orðin
atvinnugrein.
Strandmenning
- En eru þessar veiðar ekki hluti af
strandmenningunni? spyr Fiskaren.
- Ef aðeins væri veitt í matinn
myndi enginn segja neitt, en þegar
frístundasjómennirnir eiga vel búna
báta með röð af færarúllum á borð-
stokknum þá eru veiðarnar at-
vinnumennska.
Þegar jafnvel fiskeftirlitsmenn á
eftirlaunum frá ríkinu drýgja tekj-
urnar með fiskveiðum er það stað-
festing þess að ákvörðun lágmarks-
stærðar þorsks eða lúðu er í reynd
harla lítils virði til að minnka
ásókn í stofnana.
Vilja veiða án stærðarmarka
Þótt frístundaveiðimenn megi ekki
hirða þorsk undir 47 sm hefur
brottkastið ekki mikil áhrif á
þorskstofninn, segja margir þeirra
sem Fiskaren hefur talað við. Þeir
eru ekki kvótabundnir og mega
koma með ótakmarkaðan afla að
landi, bara ef fiskurinn er ekki und-
ir máli. Norðan við Stad má ekki
veiða þorsk undir 47 sm og lúðu
undir 60 sm. Sunnar má ekki veiða
minni þorsk en 30 sm.
Norska sjómannasambandið og
sumir þeirra sem atvinnu hafa af
því að skipuleggja fiskveiðar fyrir
ferðamenn eru hlynntir þessari
stærðarákvörðun en eftirlaunaþegar
og ýmsir verktakar sem nota fríin
til veiða finnst hún ekki skipta
miklu máli.
38
E R L E N T
Norðmenn og Grænlendingar hafa
samið um veiðikvóta fyrir árið
2002. Grálúðukvóti Norðmanna á
Grænlandsmiðum er aukinn um
225 tonn og verður 1125 tonn,
segir í fréttatilkynningu frá sjávar-
útvegsmálaráðuneytinu norska.
Karfakvóti Norðmanna við Græn-
land er aukinn í 400 tonn en lúðu-
kvótinn er óbreyttur, 393 tonn.
Þorskvótinn verður 600 tonn, sem
er 100 tonnum minna en 2001.
Þorskkvóti Grænlendinga í
Barentshafi verður óbreyttur, 1700
tonn. Ýsukvótinn verður 330 tonn
og ufsakvótinn 950 tonn. Botnfisk-
kvóti Grænlendinga í Norðursjó
verður alls 1100 tonn, sem er 100
tonna aukning frá fyrra ári. Þorskur
má vera allt að 100 tonnum af
heildarafla.
Grænlendingar og Norðmenn
eru sammála um að ræða aflastýr-
ingu á þessu ári.
Kvótasamningur
Norðmanna og
Grænlendinga
Frístundasjómennska í Noregi